Forvitnilegt að sjá þegar þar að kemur.
29.10.2008 | 23:34
Forvitnilegt að sjá og heyra útkomuna þegar þar að kemur og ef af því verður að þeir Jakckson Five koma saman aftur. Ég var aðdáandi þeirra og á þriggjaplötu albúm - það dugði mér á sínum tíma. Michael Jackson er mikill listamaður og systkinin öll, því miður fór eins og fór fyrir honum, í kjölfarið dvínaði áhugi margra.
Hér er brot úr gömlum viðtalsþætti þar sem þeir strákarnir og Janet koma fram. Takið eftir Randy, voða stubbur á þessum tíma. Frekar langdregið spjall fyrst en svo byrja þau að syngja og endilega kíkið á restina. Voða krúttlegir og flinkir krakkar.
Snýr Jackson Five aftur á sjónarsviðið? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.10.2008 kl. 07:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þú getur !
28.10.2008 | 22:24
Mitt í öllum leiðinda fréttum síðustu daga og vikna er þessi frétt nú með þeim allra bestu. Frábært framtak.
Þú getur! | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snilldarverkfæri
28.10.2008 | 21:55
Hver gleðst ekki yfir að sjá lausn á vandamáli ? Ég er ein af þeim sem grenja úr mér augun við að skera lauk. Ég á að vísu mjög sniðugan laukskera en ég er ekki frá því að þessi geti verið betri, ætla þó alls ekkert að fullyrða um það að óreyndu. En með þessu sem sagt - sker maður laukinn í teninga og skeranum fylgir box sem losað er úr að laukskurði loknum.
Þrifalegt, einfalt og engin tár
Þátturinn Innlit Útlit kynnti laukskerann "Aligator" en hann fæst í versluninni Kúnígúnd. Þetta kann að virka eins og auglýsing en ég tengist á engan hátt: hönnuði, framleiðanda, innflytjanda eða verlsunareiganda - varð bara heilluð af sniðugri lausn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinarhugur
28.10.2008 | 18:45
Kemur ekki á óvart að sjá þessa frétt. Þeir sýna okkur mikinn vinarhug Færeyingar nú sem endranær.
Færeyingar vilja lána Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrsti vetrardagur
25.10.2008 | 11:12
Hann heilsar hvítur og kaldur fyrsti vetrardagur, veður er ágætt hér í bænum. Vona að það haldist þokkalegt. Í kvöld verður fyrsta uppákoma vetrarins í Kvenfélaginu Sif og ætlum við að hittast í Sjóræningjahúsinu, borða saman mat eldaðan af ...ja líklega má segja stjörnukokki, Hauki Má. Flinkur maðurinn, algjör gourmet kokkur eins og allir vita. Hann eldar á Muurikka pönnu sem er sniðug gaspanna (nánar um græjuna hér) Þetta verður örugglega notalegasta kvöldstund í alla staði.
Kvenfélagið Sif átti 93 ára afmæli í gær. Ótrúlegur aldur á félagi í ekki stærra bæjarfélagi en hér er. Saga félagsins er samofin sögu bæjarins. Félagskonur hafa í gegnum árin unnið ótrúlega mikið starf hér fyrir samfélagið. Flestar stofnanir og margir einstaklingar hér í bænum hafa notið góðs af starfinu í gegnum tíðina. Alveg heill hellingur sem félagið hefur gert en lítið haft sig í frammi með að auglýsa það sem unnist hefur enda það aldrei verið í anda kvenna að hafa hátt um það.
Félagið var stofnað árið 1915 en 19. maí það ár staðfesti konungur breytingar á stjórnarskránni. Konur fengu kosningarétt en kjörgengið miðaðist fyrst við konur 40 ára og eldri. Það hefur verið hugur í konum hér á Patreksfirði sem á þessum tíma hittast nokkrar og stofna þetta félag sem hefur það m.a að markmiði að efla félagsanda meðal kvenna og vinna að líknarmálum í bæjarfélaginu. Ég sá í fyrstu fundargerðarbókinni að þarna hafði amma mín mætt á fyrsta fundinn 15 ára gömul og skrifað nafnið sitt merkilega vel miðað við litla tilsögn í skrift. Í mínum huga er þetta félag mjög merkilegt og virðingarvert. Það er góður kjarni í þessu félagi það finnur maður á öllu þó að tíðarandinn hafi reynst því erfiður - lítil endurnýjun, því miður. Mér verður tíðrætt um félagið og hef áður minnst á eitthvað af þessu í bloggi. En það skiptir ekki öllu.
Á stofnári félagsins var t.d skipi Eimskipafélgasins hinum fræga Gullfossi hleypt af stokkunum í Kaupmannahöfn, það var í janúar en skipið kom til landsins í apríl sama ár.
28 ára trésmiður varð handhafi fyrsta ökuskírteinisins hér á landi þetta ár. Það var karlmaður enda konum örugglega ekkert treyst fyrir svo merkilegu farartæki á þessum árum sem bíllinn var. Best geymdar við eldamennsku, barnauppeldi og þrif.
Já það er svona langt síðan þetta ofangreinda félag okkar var stofnað og þessu með Gullfoss og fyrsta ökuleyfið er nú bara skotið inn hér svona til gamans. Sjóræningjahúsið sem hýsir skemmtunina okkar í kvöld var áður Vatneyrarsmiðjan gamla og okkur hefði fáar órað fyrir þvi að í þessu húsnæði ættum við eftir að halda matarveislu.
En ég óska ykkur góðs vetrar og vona að hann verði ekki voðalega kaldur og dimmur. Þá er bara að brosa og vera góð hvort við annað, flestir þurfa nú ekkert að láta minna sig á það en sakar ekki samt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sérdeilis gott mál.
24.10.2008 | 08:50
Fólk er boðið velkomið vestur sjá hér. Jákvætt, gott hjá sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps. Frá Patreksfirði er 15 mín. akstur til Tálknafjarðar, 20 mín til Bíldudals - örstuttur malbikaður vegur að Brjánslæk c.a 40 mín. akstur - öll þjónusta hér, t.d góð heilbrigðisstofnun, frábær líkamsrækt og sundlaugar, leikskólar, skólar, framhaldsdeild. Einnig er hér frábært starf eldri borgara og svo mætti nokkuð lengi telja. Mjög gott mannlíf. Allt til alls, eða svo gott sem. Það er mjög gott að búa hér á suðursvæði Vestfjarða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stundvísi.
21.10.2008 | 07:37
Það hríslaðist nú um mig meðaumkunartilfinning þegar ég las þessa frétt. Hún hefur aldeilis ætlað að vera örugg um að komast í tímann hjá lækninum þessi gamla kona. Hvenær skyldi hún hafa lagt af stað að heiman ? Það má ætla að henni hefði verið orðið verulega kalt í morgunsárið og lán að henni var bjargað frá þessari löngu og kuldalegu bið.
Sjúkleg stundvísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Prinsessudagur.
20.10.2008 | 19:49
Afmælisbarn dagsins Sæunn María er hér með hvolpinn Skugga sem er hreinræktaður Labradorhvolpur, algjörlega ómótstæðilega fallegur. Það er vel við hæfi að það birtist mynd af Sæunni Maríu á 9 ára afmælisdaginn á bloggsíðu frænkunnar með hvolpinn í fanginu. Við frænkurnar vorum báðar að sjá hann í fyrsta sinn í dag og leist sérlega vel á enda ekki annað hægt.
Til hamingju með daginn Sæunn María og sömuleiðis til lukku með 50 árin Stína mín
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Spennandi framtíð.
20.10.2008 | 12:33
Það liggur í hlutarins eðli að framtíðin sem er óskrifað blað geti falið í sér spennandi tækifæri. Blaðið er þó ekki alveg óskrifað frá núinu séð. Á blaðið hafa ratað afleiðingar liðins tíma þ.m.t atburða liðinna vikna og mánaða. Verkefni tengd þeim afleiðingum eru þá auðvitað verkefni framtíðarinnar og þá er að eygja tækifærin til að finna málum sem bestan farveg.
Ég sé í þessari frétt að hér í minni sveit er verið að vinna að úttekt á því hvort og hvernig hægt væri að taka á móti fólki sem vildi flytja hingað Vestur í kjölfar "ástandsins á höfuðborgarsvæðinu" svo ég vitni nú í fréttina. Eins sá ég frétt (báðar á bb.is) um að á miðvikudaginn muni þingmenn kjördæmisins og ráðamenn sveitarfélaganna á Vestfjörðum funda. Ég vona svo sannarlega að þessi vinna og fundur nýtist vel. Ef það væri nú hægt að segja bara hókus pókus, laga samgöngur og skapa ný störf þá væri lífið leikur einn. Hlutirnir eru ekki alveg svo einfaldir en með samstilltu átaki og því að missa ekki sjónar á takmarkinu tekst vonandi að lyfta grettistaki í málefnum Vestfjarða. Þetta er á margan hátt svo mikið gæða svæði Vestfirðirnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hugs and kisses.
19.10.2008 | 09:34
Ég er viss um að sjaldan hafa eins mörg faðmlög og knús verið send með tölvupóstum og í þessum mánuði. Hjörtu og friðarkerti, hughreysting og væntumþykja í máli og myndum á mörgum tungumálum. Meira að segja Moggabloggið útbjó faðmlag sem bloggarar geta sent á bloggvini. Falleg hugsun og vel meinandi. Mér finnst svona lagað yfirleitt alveg í væmnari kantinum og tek sjaldan þátt, fer samt eftir því hvað er í gangi. Fallegar vísur og ljóð hafa flogið á milli þessa dagana sem aldrei fyrr. Já fólk er svo rosalega í supporting gírnum. Hugs and kisses í allar áttir. - Stundum fer þetta bara alveg út úr kortinu, verður yfirþirmandi mikið og hætt við að þá missi það ofurlítið marks en....... þá hefur maður jú alltaf val um að ýta bara á delete takkann.
Það er gleðilegt að sjá hvað fólk er í raun voðalega gott hvort við annað, höldum því bara svona
Eigið notalegan sunnudag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)