Spennandi framtíð.

Það liggur í hlutarins eðli að framtíðin sem er óskrifað blað geti falið í sér spennandi tækifæri.  Blaðið er þó ekki alveg óskrifað frá núinu séð.  Á blaðið hafa ratað afleiðingar liðins tíma þ.m.t  atburða liðinna vikna og mánaða.   Verkefni tengd þeim afleiðingum eru þá auðvitað verkefni framtíðarinnar og þá er að eygja tækifærin til að finna málum sem bestan farveg.  

Ég sé í þessari frétt að hér í minni sveit er verið að vinna að úttekt á því hvort og hvernig hægt væri að taka á móti fólki sem vildi flytja hingað Vestur  í kjölfar "ástandsins á höfuðborgarsvæðinu" svo  ég vitni nú í fréttina.  Eins sá ég frétt  (báðar á bb.is) um að á miðvikudaginn muni þingmenn kjördæmisins og ráðamenn sveitarfélaganna á Vestfjörðum funda.   Ég vona svo sannarlega að þessi vinna og fundur nýtist vel.  Ef það væri nú hægt að segja bara hókus pókus, laga samgöngur og skapa ný störf þá væri lífið leikur einn.  Hlutirnir eru ekki alveg svo einfaldir en með samstilltu átaki og því að missa ekki sjónar á takmarkinu tekst vonandi að lyfta grettistaki í málefnum Vestfjarða.  Þetta er á margan hátt svo mikið gæða svæði Vestfirðirnir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband