Þátturinn Út og Suður á Ruv í kvöld.

Á sumrin horfi ég síst á sjónvarpið en í gær sá ég kynningu á þætti Gísla Einarssonar Út og Suður rúlla yfir skjáinn. Þar var kunnuglegt andlit, því horfði ég af athygli á kynninguna.   Í þættinum í kvöld sýnir Gísli af heimsóknum sínum til Bildudals og hvernig brottfluttir menn hafa komið í vinnuferðir til bæjarins til  að láta draum sinn rætast og vinna gömlum heimahögum  gagn.  Ég ætla því að hrofa á þáttinn og kynnast aðeins nánar hvernig uppbygging Skrímslasetursins þar í bæ hefur gengið.  Hér  má kynnast umfjöllunarefni þáttarins aðeins nánar.

Það er margt hægt að gera ef vilji er fyrir hendi það höfum við svo oft fengið að kynnast í samfélaginu og ég reikna með að þessi þáttur Gísla sýni fólki vel hverju samtakamáttur duglegs fólks fær áorkað.

Merkileg alveg þessi uppbygging Skrímslasetursins á Bíldudal, mæli með að fólk horfi á þáttinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegir þættir:)

sakn:* kv Þórunn 

Þórunn (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband