Smá hugleiðing.

Ég ætlaði alls ekki að blogga um dauða Michael Jackson, finnst aðrir hafa gert þessu ágætis skil.  En svo langaði mig allt í einu svo að tjá mig um þetta eftir að hafa lesið fjölmargar fréttir af andlátinu og öllu því sem fjallað hefur verið um í kjölfarið. Margt blöskrar manni en umfjöllunin er líklegast bara í takt við hans lifanda líf.

Fyrir mörgum árum síðan sá ég þátt sem var um  listamanninn, heimili hans Neverland og þó mest um ásakanir í hans garð um misnotkun á börnum, sem er sá svarti blettur sem fylgdi Michael Jackson síðustu árin, - verulega ógeðfellt.   Þessi þáttur var athyglisverður og mér fannst maðurinn hreinlega sérkennilegur í meira lagi og lífið virðist ekki hafa verið honum auðvelt.  Peningar og frægð  hafa verið drifkraftur alls í hans umhverfi sem barns.

Ég var ein af þeim  fjölda jarðarbúa sem hélt  uppá hann sem tónlistarmann á unglingsárum mínum enda reis stjarna hans hratt og hátt á þeim árum.

Þessi fallna stjarna var óumdeilanlega mikill listamaður og verk hans í mínum huga og fjölda annarra  merkilegt og ódauðlegt framlag til tónlistarsögunnar.  Núna eftir dauða hans eru ótal getgátur um hvað hafi orðið  honum að aldurtila.  "Hvíl í friði" eru orð sem munu líklega seint eiga við um Michael Jackson miðað við fárið allt hans líf.  Í þessari  frétt kemur fram að til standi að kryfja hann aftur, eins og hann hafi ekki nógu mikið verið undir hnífnum í lifanda lífi, þó að nú sé tilgangurinn vissulega  annar.....nei þetta var nú ljótt af mér.

Já Michael Jackson er á margan hátt fórnarlamb frægðarinnar - einstaklingur sem hefur líklega aldrei getað um frjálst höfuð strokið.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband