Færsluflokkur: Bloggar
Augnayndi
4.7.2009 | 16:45
Ég þreytist aldrei á að dáðst að fallegu plöntunum í fjölbreyttri flóru landsins okkar. Á síðustu helgi fór ég út fyrir bæinn og sá þá þessa flottu Gleym mér ei breiðu. Flóra landsins er sannkallað augnayndi
Steinsnar frá bænum vaxa svo burknar á smá grasblettum, sem eru inná milli í nokkru stórgrýtissvæði. Þeir eru ræktarlegir og alls ekki síðri en þessi sem reyndar skartar sínu fegursta í garði hér í nágrenninu.
Njótið helgarinnar og sumarsins öll sem eitt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Óhugnaður
4.7.2009 | 15:57
Verulega óhugguleg frétt.
Í bókinni Dagar Íslands sem er í samantekt Jónasar Ragnarssonar og ég kíki einstöku sinnum í kemur fram að akkúrat þann 4. júlí árið 1685 hafi Halldór nokkur Finnbogason verið brenndur á báli á Þingvöllum, fyrir að snúa Faðirvoninu upp á andskotann.
Þetta var síðasta galdrabrennan á Íslandi en ekki síðasta aftakan, sú var mun síðar eða árið 1830 á Vatnsdalshólum í Húnavatnssýslu. (Vísindavefurinn).
Í dag eru aðrir tímar og við búandi í þróaðri, upplýstari og siðmenntaðri veröld.
Þó er dauðarefsing enn viðhöfð í einhverjum ríkjum Bandaríkjanna, sem er aldeilis ótrúlegt að skuli vera í nútímanum hjá svo siðmenntaðri þjóð.
20 hengdir í fjöldaaftöku í Íran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smá hugleiðing.
28.6.2009 | 14:17
Ég ætlaði alls ekki að blogga um dauða Michael Jackson, finnst aðrir hafa gert þessu ágætis skil. En svo langaði mig allt í einu svo að tjá mig um þetta eftir að hafa lesið fjölmargar fréttir af andlátinu og öllu því sem fjallað hefur verið um í kjölfarið. Margt blöskrar manni en umfjöllunin er líklegast bara í takt við hans lifanda líf.
Fyrir mörgum árum síðan sá ég þátt sem var um listamanninn, heimili hans Neverland og þó mest um ásakanir í hans garð um misnotkun á börnum, sem er sá svarti blettur sem fylgdi Michael Jackson síðustu árin, - verulega ógeðfellt. Þessi þáttur var athyglisverður og mér fannst maðurinn hreinlega sérkennilegur í meira lagi og lífið virðist ekki hafa verið honum auðvelt. Peningar og frægð hafa verið drifkraftur alls í hans umhverfi sem barns.
Ég var ein af þeim fjölda jarðarbúa sem hélt uppá hann sem tónlistarmann á unglingsárum mínum enda reis stjarna hans hratt og hátt á þeim árum.
Þessi fallna stjarna var óumdeilanlega mikill listamaður og verk hans í mínum huga og fjölda annarra merkilegt og ódauðlegt framlag til tónlistarsögunnar. Núna eftir dauða hans eru ótal getgátur um hvað hafi orðið honum að aldurtila. "Hvíl í friði" eru orð sem munu líklega seint eiga við um Michael Jackson miðað við fárið allt hans líf. Í þessari frétt kemur fram að til standi að kryfja hann aftur, eins og hann hafi ekki nógu mikið verið undir hnífnum í lifanda lífi, þó að nú sé tilgangurinn vissulega annar.....nei þetta var nú ljótt af mér.
Já Michael Jackson er á margan hátt fórnarlamb frægðarinnar - einstaklingur sem hefur líklega aldrei getað um frjálst höfuð strokið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þátturinn Út og Suður á Ruv í kvöld.
21.6.2009 | 09:59
Á sumrin horfi ég síst á sjónvarpið en í gær sá ég kynningu á þætti Gísla Einarssonar Út og Suður rúlla yfir skjáinn. Þar var kunnuglegt andlit, því horfði ég af athygli á kynninguna. Í þættinum í kvöld sýnir Gísli af heimsóknum sínum til Bildudals og hvernig brottfluttir menn hafa komið í vinnuferðir til bæjarins til að láta draum sinn rætast og vinna gömlum heimahögum gagn. Ég ætla því að hrofa á þáttinn og kynnast aðeins nánar hvernig uppbygging Skrímslasetursins þar í bæ hefur gengið. Hér má kynnast umfjöllunarefni þáttarins aðeins nánar.
Það er margt hægt að gera ef vilji er fyrir hendi það höfum við svo oft fengið að kynnast í samfélaginu og ég reikna með að þessi þáttur Gísla sýni fólki vel hverju samtakamáttur duglegs fólks fær áorkað.
Merkileg alveg þessi uppbygging Skrímslasetursins á Bíldudal, mæli með að fólk horfi á þáttinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég var heppnari en þessi kona.
5.6.2009 | 08:11
Fékk máv í höfuðið á 100 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sumarið 2009
31.5.2009 | 12:43
Sumarið 2009 er yfirskrift bæklings sem liggur víða frammi og kynnir afþreyingu á suðursvæði Vestfjarða. Þarna er ýmislegt týnt til s.s áhugaverðir staðir, veitingastaðir, gisting, tjaldsvæði og fl.
Það sem vakti athygli mína eru hátíðir sumarið 2009 en þær eru:
Skjaldborg, hátið Íslenskra heimildamynda sem er nú um Hvítasunnuhelgina.
Sjómannadagshelgin Patreksfirði 4.-7. júní.
Sumarmarkaður Vestfjarða Patreksfirði alla laugardaga frá 6.júní - 29. ágúst kl. 13:00-17:00 en þessi markaður er í gömlu pakkhúsi hér á staðnum en fyrsti markaðsdagurinn var reyndar í gær 30.maí.
Hátíðin Bíldudals grænar 26. - 28. júní.
Unglingamót Héraðssambandsins Hrafnaflóka verður haldið á Bíldudal 4. júlí.
Steinbítshátíð á Patreksfirði 10.- 12. júlí.
Tálknafjör á Tálknafirði 24. - 26. júlí.
Svartfugl gönguhátíð verður svo 24.-26. júlí.
Samkvæmt ofantöldu verður nóg um að vera hér á svæðinu í sumar en að auki er hér margt fallegt að sjá og upplifa. Ég hef ekki hugmynd um hver á heiðurinn af útgáfu þessa bæklings en framtakið er ágætt.
Mig langar hér að benda á slóð á skemmtilegt framtak sem ég frétti af fyrir skömmu og finnst alveg magnað. Þetta er nýlegt fyrirtæki sem býður uppá siglingu hér um og vonandi vex það bara og dafnar því að t.d er sjóstöng vaxandi afþreying og ég tel möguleika svona fyrirtækis mikla sé horft til framtíðar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
48 klukkutíma á hlaupum.
25.5.2009 | 22:22
Ef hugsað er út í þetta og vegalengdin borin saman við leiðir sem maður þekkir þá gerir maður sér betur grein fyrir hversu ofurmannlegt afrek þetta er í raun.
Eftir því sem ég best veit byrjaði Gunnlaugur ekki að hlaupa fyrir alvöru fyrr en á miðjum aldri sem sýnir og sannar að það er aldrei of seint að byrja, - þó að fólk haldi sig nú bara við brot af svona vegalengd. Ekki á allra færi að fara með tærnar þar sem Gunnlaugur hefur hælana í þessum efnum.
Til hamingju með afrekið Gunnlaugur
Að berja sjálfan sig áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ánægjuleg úrslit.
18.5.2009 | 16:28
Stutt og síðbúið Eurovisionblogg. Þetta eru flottir krakkar sem standa vel fyrir sínu sem frábært listafólk. Vonandi að þeim vegni sem allra best á lífsleiðinni og að við fáum að njóta hæfileikanna áfram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)