Smá hugleiđing.
28.6.2009 | 14:17
Ég ćtlađi alls ekki ađ blogga um dauđa Michael Jackson, finnst ađrir hafa gert ţessu ágćtis skil. En svo langađi mig allt í einu svo ađ tjá mig um ţetta eftir ađ hafa lesiđ fjölmargar fréttir af andlátinu og öllu ţví sem fjallađ hefur veriđ um í kjölfariđ. Margt blöskrar manni en umfjöllunin er líklegast bara í takt viđ hans lifanda líf.
Fyrir mörgum árum síđan sá ég ţátt sem var um listamanninn, heimili hans Neverland og ţó mest um ásakanir í hans garđ um misnotkun á börnum, sem er sá svarti blettur sem fylgdi Michael Jackson síđustu árin, - verulega ógeđfellt. Ţessi ţáttur var athyglisverđur og mér fannst mađurinn hreinlega sérkennilegur í meira lagi og lífiđ virđist ekki hafa veriđ honum auđvelt. Peningar og frćgđ hafa veriđ drifkraftur alls í hans umhverfi sem barns.
Ég var ein af ţeim fjölda jarđarbúa sem hélt uppá hann sem tónlistarmann á unglingsárum mínum enda reis stjarna hans hratt og hátt á ţeim árum.
Ţessi fallna stjarna var óumdeilanlega mikill listamađur og verk hans í mínum huga og fjölda annarra merkilegt og ódauđlegt framlag til tónlistarsögunnar. Núna eftir dauđa hans eru ótal getgátur um hvađ hafi orđiđ honum ađ aldurtila. "Hvíl í friđi" eru orđ sem munu líklega seint eiga viđ um Michael Jackson miđađ viđ fáriđ allt hans líf. Í ţessari frétt kemur fram ađ til standi ađ kryfja hann aftur, eins og hann hafi ekki nógu mikiđ veriđ undir hnífnum í lifanda lífi, ţó ađ nú sé tilgangurinn vissulega annar.....nei ţetta var nú ljótt af mér.
Já Michael Jackson er á margan hátt fórnarlamb frćgđarinnar - einstaklingur sem hefur líklega aldrei getađ um frjálst höfuđ strokiđ.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.