Ég var heppnari en þessi kona.

Lenti nefnilega í "stórþvotti" í Tívolíinu hérna um árið.   Það var ekki smáfugl sem hafði dritað á jakkann minn heldur einhver af stærri gerðinni .  Hún benti a.m.k til þess skítaklessan sem  lak niður jakkann minn  að framan og út á aðra ermina.  Ég þakka forsjóninni ævinlega  fyrir að þetta lenti þó á jakkanum en ekki á höfðinu á mér W00t þetta vakti general hlátur og gerði ferðina bara eftirminnilegri. En ég vildi nú samt alls ekki upplifa svona aftur Sick
mbl.is Fékk máv í höfuðið á 100 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta rifjar upp skemmtilega ferð til Köben í góðum hópi.

Ruth (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 09:27

2 identicon

Helvítis dúfan þarna skeit á hausinn á mér, viðbrögðin náðust á myndband og og var algjörlega til að kæta mannskapinn á meðan ég svona frekar skammaðist mín fyrir full harkaleg viðbrögð en fólkið í kring varð svolítið hrætt þannig að ég brosi smá þegar ég horfi á myndbandið.

Örvar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:39

3 identicon

Fabio, hinn fræga forsíðustjarna ástarbókmenntanna, fékk gæs í höfuðið í Bush Gardens leiktækjagarði í USA.  Þetta var að vori til, og gæsin sennilega í hreiðurgerðarhugleiðingum.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Anna

Ruth: þetta var ótrúlega frábær ferð.

Örvar: Eigum við ekki bara að segja að þetta sé gæfumerki.

Björn: Ég er greinilega svo illa að mér í ástarbókmenntunum að ég hef ekki heyrt um þennan Fabio eða atvikið yfirleitt. En skildi maðurinn  hafa lifað þetta af ? Gæs er nú engin smásmíði.

Anna, 5.6.2009 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.