Órói.

......."en jarðskjálftar eru algengir á þessum slóðum "........eru orð sem fylgja jarðskjálftafréttum oft.  Við vorum aðeins að ræða jarðskjálfta, ég og önnur til á dögunum.  Það hlýtur að vera óþægilegt að búa við það að geta alltaf átt von á skjálftum.   Ég hef einu sinni upplifað stóran skjálfta  þá er ég að tala um í kringum 5 á Richter en hann varð út af Reykjanesinu.   Ég var stödd í Njarðvík og  lá í rúminu,  fannst í augnablik eins og ég væri stödd úti á rúmsjó.  Þetta varði aðeins augnablik en nóg til þess að skjóta manni skelk í bringu.  Ég kíki stundum á jarðskjálftakort veðurstofunnar.  Þar má sjá punkta sem sýna skjálfta undir 3 sem litla depla og mislita eftir hversu stutt er síðan þeir hafa orðið.  Stærri skjálftar eru hins vegar merktir  sem stjarna.  Þegar við stöllur vorum að tala um skjálftana hafði ég ekki kíkt á þetta kort lengi en hún benti mér á hve mikill órói virtist í gangi.  Virknin var í línu frá Reykjanesi og norður úr að Skjálfanda um Vatnajökul.  Það má nálgast þetta kort á vef Veðurstofunnar www.vedur.is  og þar í flipanum jarðskjálftar og eldgos.  Áhugavert að skoða þetta af og til. 

Ofanflóð eru annað mál.  Ógnin af þeim er bundin við mikinn snjó og auðveldara kannski að sjá hvenær hættuástand skapast  enda hefur snjóflóðaeftirlit við  byggð verið elft til muna síðustu ár, þó ég sé vissulega ekki að gera lítið úr snjóflóðahættu með þessum orðum.   Akkúrat þar sem ég bý kom niður krapaflóð árið 1983 eins og reyndar flestir vita.  Þetta varð á tveimur stöðum hér í bænum en það stærra úr gilinu upp af  húsinu sem ég bý í, en ég bjó í öðru húsi þegar þetta var. Flóðið fór inn um neðri hæð þessa húss.   Ég hef búið hér óttalaus í 2 ár , enda voru aðstæður  þegar þetta flóð ruddist fram alveg sérstakar.  Það hafði kyngt niður snjó í fleiri vikur og hætt var  að moka götur, fólk hreyfði því ekki bílana sína svo dögum skipti.  Þetta var sem sagt ekki  eftir nokkurra sólahringa snjókomu heldur gott betur.  Þegar flóðið féll hafði svo gert mikla rigningu og svo fór sem fór. En ég ætla nú ekkert að fara nánar út í þau mál hér heldur var ég bara að hugleiða mismuninn á þessu tvennu -  vitundinni um mögulegt snjóflóð á móti jarðskjálftum.   Það  eru sérfræðingar sem lesa úr jarðskjálftamælum og geta eflaust varað við ef eitthvað er yfirvofandi.  Maður er svo sem hvergi 100% öruggur á jarðkringlunni  en  tilfinningin um mögulegan skjálfta er ábyggilega ekki sú þægilegasta,  þó að öllu megi eflaust venjast -  þá sé ég  mig ekki í anda gera það.

 


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Heil og sæl Anna,

Í dag er mun meiri þekking á þessum málum en áður fyrr. Sú kynslóð sem er nú  á ferðinni er mun meðvitaðri um snjóflóð, jarðskjálfta og aðra vá en sú kynslóð sem á undan okkur gekk.  Finnst  þó meira að segja fólk hafi ekki einu sinni vaknað  fyllilega til meðvitundar um þessi mál fyrr en eftir flóðin í Súðavík, þó 1974 hafi orðið harmleikur í Neskaupstað þá gerðist lítið í svona málum fyrr en í Súðavík, þ.e að fólk væri vel á verði. Jarðskjálftar eru vissulega óþægilegir - hef fundið þá allnokkra og síðast í haust þegar nötraði og hristist á Selfossi - jörðin á jú að vera kyrr. Víkurbúar búa við ógnina af Kötlu - og meira að segja er vitað að hlaupin geta komið niður Markarfljót - því er þetta svo óútreiknanlegt.  Segi því bara að það er stórhættulegt að vera til.........ef við erum ekki innst inni á varðbergi.

Eigðu góðan dag og skemmtilegan,

Bestu kveðjur,

Sólveig

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:43

2 identicon

Þetta er satt Sólveig, -  eins og ég segi þá er maður hvergi 100% öruggur á jarðkringlunni. Maður er partur af náttúrunni og verður jú einhversstaðar að búa.

En sömuleiðis hafðu það gott og skemmtilegt. Kv. Anna

Anna (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.