17. maí 1973.

Ég man  nákvćmlega hvađ ég var ađ gera ţennan dag fyrir 35 árum síđan.  Ég var í Króknum  ađ leika mér eins og oftast , svo sem ekkert flókiđ ađ rifja ţađ upp. - Á dýrđlegum vordögum var mađur auđvitađ  alltaf úti.  Í snú snú, parís, búaleik, hjólandi eđa hlaupandi undan einhverju hrekkjusvíninu sem voru nú nokkur FootinMouth.  En ţennan dag var ég sem sagt ađ leika mér "niđri í Krók"  steinsnar frá húsi afa og ömmu.   Leikurinn er skyndilega truflađur af manneskju sem er ađ ná í mig og segir mér  ađ koma strax heim til ömmu og afa.  Ég hlýđi  ţví.  Eitthvađ hafđi komiđ fyrir, - eitthvađ hrćđilegt. Svo fékk ég ađ vita ţađ.  Frćndi minn sem kallađur var Vaggi - strákur  á 13.  aldursári og bjó í Njarđvík hafđi orđiđ fyrir bíl  ökumanns á Reykjanesbrautinni og látist.   Hann var ásamt tveimur vinum sínum  hjólandi, á leiđinni ađ svonefndum Háabjalla ekkert langt frá Stapanum, ţegar ţetta gerđist.  Ţetta voru tormeltar fréttir og ótrúlegar alveg.  

Fjölskylda,  frćndfólk og vinir áttu ađ sjálfsögđu  um sárt ađ binda en fađir Vagga hafđi látist nokkrum árum áđur  langt fyrir aldur fram.   Haukur bróđir hans  og jafnaldri minn missti ekki bara bróđur heldur einn sinn besta vin.  Ţeir strákarnir höfđu mikiđ veriđ hér fyrir vestan á sumrin og viđ krakkarnir allir kynnst mjög vel.  Minningarnar um frćndann ađ sunnan og skemmtilega sumardaga lifa međ manni.  Hans var og er auđvitađ  sárt saknađ ţessa  fallega og góđa drengs sem týndi međ manni Jakobsfífla á Jókutúninu, var oftast  glađlegur og stundum stríđinn.  Hann átti hug og hjörtu ţeirra sem honum kynntust. 

Ég man ađ veturinn eftir ţetta  - seinnipart dags,  lá ég í snjónum rétt viđ tröppurnar á húsinu hjá ömmu og afa, gerđi engil í snjóinn og horfđi upp í stjörnubjartan himininn.  Ég var svo viss um ađ ţarna vćri hann Vaggi frćndi minn á međal stjarnanna, vel geymdur af Guđi sem ég hafđi beđiđ svo vel í bćnum mínum ađ gćta hans alveg sérstaklega vel.

Blessuđ sé minning Vagns Einarssonar f. 24. október 1960 -  d. 17. maí 1973 Heart


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband