Stutt saga en hún nægir.
14.3.2010 | 08:54
Fyrir nokkru var lesin fyrir mig saga sem ég hafði ekki heyrt áður, alveg ágætis saga og góð til umhugsunar. Sögunni fylgdi ekki höfundarnafn og ég hef því enga hugmynd hver hann er.
Hér kemur sagan:
Faðirinn og dóttir hans föðmuðust innilega á flugvelinum. Bæði vissu að þetta væru þeirra síðustu samfundir - hann var háaldraður og veikburða, hún bjó í fjarlægu landi. Loks urðu þau að skilja þar sem síðustu farþegarnir voru kallaðir um borð.
-Ég elska þig. Ég óska þér þess sem nægir, sagði faðirinn við dóttur sína. -Ég elska þig líka pabbi. Ég óska þér þess sem nægir, sagði dóttirin. Farþegi sem stóð þar hjá stóðst ekki mátið að spyrja við hvað þau ættu með þessari ósk.
-Þetta er ósk sem gengið hefur frá kynslóð til kynslóðar í fjölskyldu okkar, sagði gamli maðurinn. Hún merkir:
Ég óska þér nægilegs sólskins til að líf þitt verði bjart.
Ég óska þér nægilegs regns til að þú kunnir að meta sólskinið.
Ég óska þér nægrar hamingju til að þú varðveitir lífsgleðina.
Ég óska þér nægilegrar sorgar til að þú gleðjist yfir litlu.
Ég óska þér nægilegs ávinnings til að þú fáir það sem þú þarfnast.
Ég óska þér nægilegra ósigra svo að þú metir það sem þú átt.
Ég óska þér að þú finnir þig nógu velkomna til að geta afborið hinstu kveðjustundina.
(Þessi saga birtist t.d. í bæklingi sem heitir Æðruleysi, kjarkur, vit - orð til uppörvunar á erfiðum tímum í samantekt Hr. Karls Sigurbjörnssonar. Skálholtsútgáfan gefur út).
Athugasemdir
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1030301/ Takk fyrir þessa fallegu sögu Anna mín. Hún á skilið að komast víðar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2010 kl. 00:24
Sæl Ásthildur mín, ekkert að þakka. Hafðu það sem allra best.
Kveðja Anna
Anna, 15.3.2010 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.