Færsluflokkur: Bloggar
Dríf on.
1.4.2008 | 22:37
Í fyrramálið ætla ég að prufa þessa nýjustu upphitunargræju(aðra frá hægri) í líkamsræktarstöðinni okkar, Bröttuhlíð. Salurinn er orðinn verulega vel tækjum búinn og á myndinni má sjá hluta upphituntækja. Út um gluggann sér svo í vað-og sundlaugar. (smellið á myndina til að stækka) Eins og ég hef margoft sagt þá er þetta íþróttahús hið flottasta í alla staði. Hlakka til að mæta í bítið eftir smá pásu
Ég gerði undantekningu og rændi þessari mynd af vefnum Tíðis og vona að mér verði fyrirgefið
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Einbúablogg.
1.4.2008 | 08:21
Það er margur einbúinn. Misjafnar forsendur fyrir einbýli fólks, sumir kjósa sér að búa þannig, aðrir verða einir af eðlilegum ástæðum lífsins gangs s.s þegar maki fellur frá - afkvæmin fara að heiman og þ. h. Ef til vill gæti maður stundum kallað eins manns búskap sjálfbýli hjá þeim sem kjósa það af sjálfstæðisþörf og nægjusemi með þannig lífsmáta. Frjálsræðið er algjört á heimilinu, maður hefur allt eftir sínu höfði og þarf ekki að taka tillit til eins eða neins nema seremóníanna í sjálfum sér. Ég hef lengst af búið í sambýli við aðra þar til allra síðustu ár, kysi það reyndar frekar - segi það ekki. Þegar maður fær fólkið sitt til sín í einhvern tíma þá fyllist maður fítonskrafti. Það er oftar eldað, þvegið, hengt út straujað, meira hlegið og talað. Já það verður almennt mun líflegra á heimilinu. En gestakomum fylgir kveðjustund og í framhaldinu dúnalogn. Misjafnt hvað dúnalognið er kærkomið. En það jafnar sig fljótt. - Maður má passa sig á að verða ekki of værðarlegur heldur í einbýlinu, það þarf auðvitað að sinna einni manneskju og hennar heimilishaldi - altso sjálfum sér. Nægur tími til að sinna áhugamálum og af þessum tíma fær bloggið sitt - allavega þessa dagana. Stundum hellist yfir mig þessi pæling, af hverju ég sé að þessum skrifum sem eru oftar en ekki líklega í væmnari kantinum. Ég les annarra manna blogg sem eru oft fróðleg og lærdómsrík lesning, sumt beinlínis andlega nærandi. Margir sem leggja greinilega nokkra vinnu í heimildaöflun og þ.h. En mitt heimilislega blogg er mest mér til gamans og meiðir engan. Þegar upp er staðið er mér því nákvæmlega sama og held mínu striki
Eigið annars góðan gabbdag í dag
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vindsperringur.
31.3.2008 | 12:07
Það var ekki freistandi að fara út í morgun, hvika á firðinum og kalsalegt um að litast. Það sló andartak á vorhuginn sem farinn var að hreiðra um sig í sálinni en sú tilfinning stóð stutt. Sjófuglarnir ólmast í vindsperringnum, virðast njóta þess að svífa yfir öldunum. Stundum held ég að þetta sé þeirra uppáhaldsveður. Hrafnarnir sem tylla sér venjulega á ljósastaura og þakskegg, krunka þar hver í kapp við annan, taka þátt í leik sjófuglanna og nýta sér vindinn. Þeirra líkamlega þjálfun fyrir undirbúning hreiðurgerðar, varps, slaginn við að verja litla bústna hnoðra og afla fæðu ofan í ofursmáa goggana.
Við getum líka nýtt kraft vindsins og hlustað eftir vorinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skoðunarferð til "Sjóræningja"
30.3.2008 | 13:27
Áður en ég slekk á tölvunni og tek til við annað stúss þá má ég nú til með að tjá mig um það sem fyrir augu bar í göngutúrnum sem ég talaði um í gær. Við fórum sem sagt til þeirra hjóna Öldu og Davíðs sem voru að vinna í gömlu smiðjunni sem á að hýsa Sjóræningjasafnið. (www.sjoraeningjahusid.is) . Eins og ég sagði frá hefur gamla smiðjan sett svip sinn á bæjarmyndina í áratugi, yngsti hlutinn var byggður 1920, þannig að það er ansi langur tími. Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma komið inn í þessa smiðju þannig að þetta var ákveðið upplifelsi. Verið var að vinna í rýminu sem á að hýsa byrjun sýningar í sumar og veitingaaðstöðu. Hið eiginlega Sjóræningjasafn og sýning verða svo opnuð þarnæsta sumar í stærra rými sem enn þarf töluvert að laga til. Þar inni er fullt af gömlum tækjum og tólum Vélsmiðjunnar, partur innréttinga og fl. Sumt verulega merkilegt að sjá. Ég verð að játa að ég hreyfst af hugmyndinni þegar þau Alda og Davíð voru að lýsa fyrir okkur því plani sem unnið er eftir við gerð safnsins og þeim ótal möguleikum sem svæðið þarna við Vélsmiðjuna bíður uppá. Ég man eftir bryggjunni sem var þarna út af og hér áður fyrr var önnur bryggja aðeins utar þar sem stór skip lögðust að - enda aðdjúpt,- já miklir möguleikar þarna. Það er ljóst að þegar farið er út í verkefni af þessari stærðargráðu í svona litlu samfélagi telst móralskur meðbyr ómetanlegur styrkur. Mér heyrist hann vera til staðar sem betur fer. Alda hefur í undirbúningi þessa tryggt sér aðkomu fagfólks svo sem sýningarhönnuðar, landslagsarkitekts og fl. - Ég óska fólkinu og framtakinu alls hins besta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sko til.
30.3.2008 | 12:33
Bara allt að gerast, vona að áframflugið til annarra landshluta dragist ekki um of.
![]() |
Fyrstu stelkarnir sáust í Hornafirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29. mars.
29.3.2008 | 18:02
Þessi dagur er margfaldur afmælisdagur í familíunni. Að minnsta kosti þrír í henni fæddir þennan dag. Við sonur minn skruppum á spítalann hér í bæ. Þar dvelur aldursforseti fjölskyldunnar fæddur 1915 sem að sjálfsögðu fékk koss á kinn í tilefni dagsins. Hann var hinn hressasti og sat og spjallaði við okkur mæðgin yfir kaffibolla. Sagði m.a frá siglingu sem hann fór í með Heklunni í kringum 1950 til Bilbao á Spáni. Þetta var í allt þriggja vikna túr og mikið upplifelsi. Ég reikna með að þetta hljóti að hafa verið ein af fyrstu ef ekki fyrsta eiginlega sólarlandaferð þess tíma. Á viðkomustað var gist í skipinu og gat fólk borðað þar ef það vildi. Evrópa var að jafna sig eftir stríðsátök og allt að lifna við. Já það er gaman að heyra hann segja frá þessari ferð - augun ljóma við minningarnar.
Nú geri ég pásu í blogginu, þrjár færslur í dag......ekkert vit íðessu !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Njótum dagsins.
29.3.2008 | 14:37
Alltaf gott að leiða hugann að þessu :
Dagurinn í dag.
Gæt þessa dags því hann er lífið sjálft og í honum býr allur veruleikinn og sannleikur tilverunnar, unaður vaxtar og gróskutíð hins skapandi, verkaljómi máttarins. Því að gærdagurinn er draumur, morgundagurinn hugboð en þessi dagur í dag, sé honum vel varið, umbreytir hverjum gærdegi í verðmæta minningu og hverjum morgundegi í vonarbjarma.
Gæt því vel þessa dags.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hættiði nú alveg að segja frá !
29.3.2008 | 10:14
Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég leit út um gluggann þegar ég vaknaði. Aðeins hafði hvítnað yfir. En......sólin skín glatt og því er ekkert að óttast. Vorið ER komið. Ég sit hér og dreypi aðeins á kaffi áður en ég fer út í sólina. Um kl. 11:00 hittumst við samstarfsfélagar og tökum laugardagsgöngutúrinn. Vorum komnar í rútínu með það að hittast - þær sem gætu á hverjum laugardegi á ákveðnum stað í bænum. Ég hef ekki farið um skeið en ætla í dag. Ætlunin er að ganga bæinn á enda og kíkja inn til þeirra "Sjóræningja". Það er fólk hér í bæ að undirbúa opnun sjóræningjasafns sem lofar verulega góðu. Kona héðan Alda Davíðsdóttir hefur unnið að þessu verkefni samhliða námi í ferðamálafræðum og fengið aðila í lið með sér. Þetta safn á að opna í sumar í bráðskemmtilegu húsnæði sem setur svip sinn á eyrina hér og hefur gert í áratugi. Gamla vélsmiðjan á að hýsa safnið. Í smíðum er heimasíðan www.sjoraeningjahusid.is þar sem á að verða hægt að fylgjast með málinu. Reyndar er hún orðin skoðunarhæf að einhverju leyti.
Þetta er spennandi verkefni hjá Öldu og félögum og við bæjarbúar fylgjumst áhugasöm með. Í dag er opið hús hjá þeim eins og kemur fram á www.patreksfjordur.is og við gönguglaðir samstarfsfélagar ætlum sem sagt að detta þarna inn og heilsa uppá fólkið, við í göngutúrnum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sólargeisli að vori.
28.3.2008 | 10:59
Vert þú líka velkominn litli ljúfurinn sem flýttir þér aðeins í heiminn, komst á undan Lóunni í vorið til okkar ........ svona stór og fallegur. Veit þú verður liðtækur á ættarmótum framtíðarinnar
Óskírður Kjærnested, fæddur snemma morguns 19. mars. 14 merkur og 50cm, 3 vikum fyrir tímann!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Velkomin !!
28.3.2008 | 08:22
Ég hlakka til að sjá þig í túninu mínu
![]() |
Lóan er komin að kveða burt snjóinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)