Færsluflokkur: Bloggar

Auðvitað tók ég prófið !!

Þetta er útkoman :

 

Papa_Smurf  Papa Smurf Grin


Íslensku menntaverðlaunin 2008

Með blaði sem kom inn um lúguna hjá mér á dögunum fylgdi lítið spjald.  Á spjaldinu var m.a hvatning til okkar um  að við vektum athygli á því sem vel er gert.  Þetta átti við um hvatningu til fólks um að það sendi inn tilnefningu  til Íslensku menntaverðlaunanna, flokkarnir eru fjórir:

1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.

2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað framúr.

3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.

4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.

Tilnefningar má t.d senda á netfangið menntaverdlaun@forseti.is og í síðasta lagi 14.apríl.

Ég hvet þá sem lesa að vera með í þessu.   Það heyrast stundum þær raddir að það eigi ekki að verðlauna fólk fyrir að vinna vinnuna sína en ég er þessu ekki alltaf sammála.  Það má vel verðlauna það sem vel er gert á ýmsum sviðum. 


Hönnun

Það er oft gaman að skoða flotta hönnun.  Hver er galdurinn á bakvið snilldarhönnun sígildra hluta ?  Það er gaman að skoða og velta þessu fyrir sér. Að "brainstorma" er líklega  nauðsynlegt í allri hönnun, eða iðka þankahríð - nota allar hugmyndir og festa niður á blað, útlit, notagildi,- finna lausnir.  Það getur verið langur vegur frá hugmynd að framleiðslu.  Þetta er örugglega feikilega spennandi get ég ímyndað mér.

  Fyrir mörgum árum vann ég á stað þar sem gamlir, kantaðir, fyrirferðamiklir stólar voru í kjallarnum í rými sem var lítið umgengið af öðrum en starfsmönnum.  Eiginlega geymslurými.  Mér fannst þessir stólar nú dálítið sérstakir - vöktu allavega athygli mína.  Þeir voru með hnausþykku leðri í sæti og baki.  Leðrinu var fest með lykkjum á pinna í stólunum.  Erfitt að lýsa þessu svo vel sé enda skiptir það ekki öllu hér. Stólarnir voru farnir að láta á sjá, leðrið  ljósbrúnt og orðið blettótt í sessunum.  Ég rakst á umfjöllun um stólana í blaði með mynd af einum slíkum.  Þetta var þá stóll  eftir íslenskan hönnuð sem hafði í fyrsta skipti á íslandi notað  nautsleður, eða hvort það var af buffalo, man það ekki nákvæmlega, en leðrið var innflutt frá Bandaríkjunum.  Þarna kom í ljós að þessir gömlu lúnu stólar í kjallaranum áttu sér merkilega sögu. Ég færði þetta í tal við yfirmann, mig langaði að kanna hvort þessi vitneskja væri til staðar hjá eigendum fyrirtækisins.  Ég fékk ekki botn málið og það gleymdist. Kanski að þeir leynist enn þarna  í kjallaranum, hver veit.  Ég vona þó að þeim verði sýnd tilhlýðileg virðing.  Það væri gaman að fá upplýsingar um hvaða hönnuður þetta var og nafnið á stólnum - það man ég alls ekki lengur og finn ekki upplýsingar um það.

Hér er vefur með ýmissi hönnun sem gaman er að kíkja á :  www.inmod.com

 


Vorstilla

Þessi mánuður er sannkallaður vormánuður.  Veðrið oftar en ekki fallegt og stillt eins og akkúrat í dag  og lífið að kvikna og  vakna úr dvala.  Ein skýring á nafni mánaðarins er  að það sé komið af nafni Afródítu, sem samsvaraði  Venusi í grískri goðafræði.  Önnur skýring er sú að nafnið  apríl sé myndað eftir orðinu "aperire"  sem þýðir "að opna" og tengist því hugsanlega að apríl  sé mánuðurinn sem brum opnast. - Þessi mánuður er fæðingarmánuður minn og því má segja að ég og hann séum eitt að því leitinu til.

Um hádegisbil fór ég að sækja farþega  í flug.  Því var ferðinni heitið í Arnarfjörð þar sem sá flugvöllur sem við notum í dag er staðsettur.  Það er alltaf gaman að keyra þessa leið yfir heiðina Hálfdán á góðum degi  og sjá fegurð Arnarfjarðar  blasa við - Maður sér yfir að Hrafnseyri og Auðkúlu. Fjallasýnin er hrikaleg með Kaldbak trónandi þarna yfir,  hæstan fjalla á Vestfjörðum.  Snjór er enn nokkur efst í fjöllum og klakaklammi í klettum.  Á leiðinni smellti ég mynd  af flottum bunka  með stórum grýlukertum sem vöktu hrifningu litla frænkuskottsins sem var með mér í ferðinni.  Útsýnið á heimleiðinni var ekki síðra,  - firðirnir fallegir í logninu.

klakabönd

  


Bullukolla.

Einhver tók þessu alvarlega með ferðina sem ég tala um hér að neðan.  Eins og skrifað af unglingi, en maður er auðvitað svo ung í anda, ekki spurning.   Ég hef aldrei farið á Þjóðhátíð og bara ekki stigið fæti á Heimaey.  Ég tel nú sterkar líkur á að ég eigi einhverntíma eftir að upplifa það að fara til Eyja en þá yrði það kannski ekki endilega til að fara á þjóðhátíð.  Annars veit maður aldrei.  Neðangreint var skrifað í galsakasti enda lobbarabrókin bráðfyndið dæmi Cool

Ekki ráð nema í tíma sé tekið.

Sumir eru  að huga sterklega að ferð til Eyja á Þjóðhátíð. Ég fékk bréf í dag  með svoleiðis pælingum, með fylgdi boð um að vera með í pöntun á svona múnderingu.   Hver veit nema að maður slái til Tounge  Ég er viss um að margir verða nokkuð æstir í að eignast þetta geggjaða outfit  og þá má eflaust redda upplýsingum fyrir viðkomandi um hvar þetta er prjónað Grin

Þetta er að sjálfsögðu prjónað úr Íslensku ullinni og ef grannt er skoðað sjást Lundar í munstrinu.

Þjóðhátíð

 

 


Flottur, en.....

Þetta er flottur strákur það er ekki spurning  og myndirnar af honum glæsilegar Whistling - en þegar ég sá hann í jakkafötunum í sófanum hjá Jay Leno  á dögunum virkaði hann svo ægilega mikill mömmustrákur eitthvað. Þó að svona myndir af honum séu verulega sexí og  gefi ímyndunaraflinu til kynna að þessi  sætalingur angi af karlmennsku þá sló mömmustrákurinn sem TALAÐI  hjá Leno alveg á þær pælingar.  Þetta sýnir alveg mátt auglýsingarinnar í hnotskurn.  - Ég er alveg handviss um að það fer ekki einn einasti blettur úr með Vanish "burt með blettina" þvottaefninu eins og sú auglýsing gefur til kynna.

Beckhamnariur

Skylmingar

Ég heyrði af því í dag að Tálknfirðingar væru farnir að iðka skylmingar, ég kíkti á talknafjordur.is og þar kemur þetta einmitt fram. Gott framtak og eflaust fínasta íþrótt.  Sóknarpresturinn Sveinn Valgeirsson sem mun sjá um þjálfun segir þetta fantaerifða íþrótt.  Þetta er eflaust eins og með ballettinn, þetta virkar allt eitthvað svo auðvelt Grin en reyndin er allt önnur . Á Tálknafirði  hefur verið þetta flotta íþróttahús í fjölda ára og öll aðstaða til allrar íþróttaiðkunnar  alveg frábær þar í bæ eins og fjöldinn allur veit auðvitað.  Þegar ég heyrði um þessar skylmingar þeirra nágranna minna hvarflaði hugurinn til bernskuáranna þegar strákar smíðuðu sverð og skyldi.  Mikill bardagi var háður á leikvellinum hér í bæ.  Þar slógust og skylmdust Vatneyringar og Geirseyringar.  Við stelpurnar vorum skithræddar við vopnaða leikfélagana - ég tala nú ekki um þegar eldri hrekkjusvínin bættust í hópinn.  Við héldum okkur bara til hlés  GetLost en þetta eru einu kynni mín af skylmingum.

    


Líkamsræktartæki til sölu.

Það hitnaði heldur betur í kolabingjum þegar fréttin um að líkamsræktartæki frá Orkuveitunni væru til sölu fór í loftið og  birtist á visir.is í morgun. Þau orð sem fylgdu að tækin  hentuðu landsbyggðinni svo vel  því þar væru kröfurnar minni, voru aðallega það sem kveikti í fólki, á vissan hátt má segja að það sé skiljanlegt - fréttin var þannig fram sett.  Það kom þó leiðrétting fljótlega þar sem þetta var borið til baka. 

Þetta voru sem sagt mistök  - en einhver varð auðvitað valdur að því að þetta kom fyrir augu almennings og hvaðan viðkomandi hefur haft þetta er svo spurning.  Klaufalegt í meira lagi, nema að þetta hafi verið gert af stríðnishvöt.

Maður vill nú bara ekki gera nokkurri manneskju upp svona hugsanir í garð landsbyggðarfólks, að við séum eitthvað annars flokks fólk og þetta sé því það sem gangi vel í okkur.  Það er nú bara bull og alveg í grynnri kantinum . Þetta er  alls ekkert almennur hugsanagangur- en þó hefur maður ákveðnar vísbendingar um að það séu  einhverjir sem í fávisku sinni eða hroka hugsi stundum í þessa áttina . Það sama gildir um okkur landsbyggðarfólkið gagnvart íbúum stærri staðanna.  Já fólk má aðeins gæta sín og virða náungann, við lifum sem betur fer ekki öll sama lífinu og hver maður á sína lífsreynslusögu sem getur verið æði merkileg þó að það sjáist ekki utan á viðkomandi. 

 

 


Í morgun...

Það var sem sagt að ég dreif  mig í morgun  og naut mín ein í líkamsræktarsal Bröttuhlíðar  en svo fór að fjölga í salnum, sem betur fer auðvitað  og það alveg um nákvæmlega eina manneskju  Woundering.  Nýju græjurnar eru fínar.  Ég var þó  hrifnust af upphífingartæki sem var eitt af þessum splunkunýju.  Handviss um að það svínvirkar Smile. Það voru reyndar óvenjufáir akkúrat í morgun, það er nú ekkert eins og stöðin sé ekki vel sótt, öðru nær.  Þetta var hressandi og  á eftir sest maður svo niður í móttökunni og slakar pínu á  yfir kaffibolla áður en haldið er í vinnuna.  Bara notalegt.

Fyrir þá sem hugsanlega lesa þetta en hafa ekki komið á staðinn þá er flott að kíkja í sund/sal jafnvel eftir hring á golfvellinum hér innar í firðinum - já hér er öflugur kúbbur og alveg feikna fínn golfvöllur, vantar ekkert uppá það

Í hádeginu knúsaði ég svo litlu múlluna hana Rakel Söru sem birtist hér óvænt með foreldrum sínum í gær, ömmum, öfum og öðrum ættingjum til mikillar gleði.   Sú hefur stækkað, komin með tennur og alles - okkur kom ágætlega saman frænkunum þó nokkuð sé liðið frá síðasta hittingi þar sem daman er flutt á suðurhornið Heart 

 

 

 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.