Merk tímamót - til hamingju.
6.9.2008 | 10:41
Ég óska Bolvíkingum og öđrum til hamingju međ ađ langţráđur draumur skuli orđinn ađ veruleika, byrjađ ađ sprengja göngin milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Ég óska ţeim sérstaklega til hamingju sem ekki hafa látiđ deigan síga í baráttunni fyrir ţví ađ fá öruggari samgöngur á ţessa leiđ.
Í ársbyrjun 2005 ţurfti ég ađ dvelja á Ísafirđi í vinnutengdum tilgangi. Á ţeim tíma sigldi skipiđ "Jaxlinn" frá Hafnarfriđi og vestur um međ vörur. Ég fór í ţetta skip í Tálknafirđi og í land á Ţingeyri. Ţađan fór ég svo í bíl til Ísafjarđar. Veđriđ var ekkert sérstakt og heiđar ófćrar hér á milli. Ţetta var auđvitađ ekkert farţegarskip en ég hafđi ţađ fínt ţarna, var bođinn góđur matur, kíkti í blöđ og var svo uppi í brú og fannst gaman ađ sjá strandlengjuna á međan siglt var hjá. En nóg um ţađ, ţessi ferđasaga er nú bara hliđarspor í frásögninni og ţó ekki......kannski ofurlítiđ sýnishorn af ţeim leiđum sem notađar hafa veriđ til ađ komast á milli stađa hér.
En í ţessu vinnuferđalagi mínu ţurfti ég sömuleiđis ađ skjótast út í Bolungarvík og eyđa ţar parti af ferđinni. Ég er alltaf hrćdd ađ fara Óshlíđina, ég hef t.d séđ stórt gat í lofti eins vegskálans eftir stćrđar grjót sem lenti á honum stuttu áđur en ég fór ţar um, ţađ varđ nú ekki beint til ađ róa mann. Mér varđ hugsađ til ţeirra sem fara ţetta oft á dag. Akkúrat á međan ég var stödd ţarna í Bolungarvík var á ferđinni undirskriftarllisti međ áskorun til stjórnvalda um ađ hefja gerđ ţessara ganga. Gott framtak og sýnir einarđan vilja og kraft íbúanna.
Ţetta snýst auđvitađ um öryggi fyrst og fremst ađ fá ţessi göng. Sömuleiđis göngin sem ég vil fá hér á milli Dýrafjarđar og Arnarfjarđar. Nú ryđjast fram greinarnar um vegamálin á Vestfjörđum í fjölmiđlum og hér er ein skrifuđ af Ţorsteini Jónssyni lćkni á Ísafirđi. Hann kemur vel inná ţátt öryggis í samgöngum. Fínasta grein.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Er ţörf á ţessu ?
3.9.2008 | 20:44
Ég skil ekki tilganginn í ţessum tíđu fréttum bb.is af mannfjölda og fćkkun hér á svćđinu. Ţessi frétt var birt fyrir stuttu og nú var ţađ ţetta. Eins og ég hef áđur sagt er í lagi ađ birta ţetta til ađ upplýsa fólk um stöđu mála á ákveđnum tímamótum en ekki svona ört. Kannski fć ég einhverntíma ađ vita hver tilgangurinn er en ég allavega kem ekki auga á hann í fljótu bragđi, ţetta eru engar nýjar fréttir. Viđ breytum stöđunni hvort eđ er ekkert si svona. Ráđamenn eiga ađ vita nákvćmlega um gang mála, nema ađ ţetta sé taliđ gott ráđ til ađ vekja einhverja, hver veit.
Ći.......mađur á ekki ađ velta sér of mikiđ upp úr hlutunum. Ég er farin út í góđa veđriđ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1968 - 2008.
2.9.2008 | 23:27
Á ţessu ári er Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirđi 40 ára. Ţess verđur minnst laugardaginn 6. september međ ýmsum uppákomum, sýningu nýs björgunarsveitarhúss, bílaflota einhverra sveita auk ţyrlu og varđskips svo fátt eitt sé nefnt. Um kvöldiđ verđur svo árvisst Sćlkerakvöld sem Björgunarsveitin og Slysavarnardeildin á stađnum halda. Sćlkerakvöldiđ inniheldur frábćrt og fjölbreytt hlađborđ, skemmtun og dansleik á eftir. Ađkomu skemmtikraftar mćta og veislustjóri er Björgvin Franz Gíslason sem kann nú sitt lítiđ af hvoru til ađ hressa upp í daufasta fólki
Í tilefni afmćlisins hefur veriđ gefiđ út blađ međ greinum frá starfsemi sveitarinnar og myndum frá liđinni tíđ. Fróđlegt blađ og sérstaklega gaman ađ sjá gamlar myndir af ofurhugum sem hafa sigiđ í Látrabjargiđ til eggjatöku í gegnum árin og í líka í ćfingaskyni. Ég prívat og persónulega skil ekki hvernig menn ţora öđru eins
En ađ allt öđru. Fyrirsögnin á síđustu fćrslu gćti veriđ kínverskuskotin. En ţarna á vissulega ađ standa Hunang en ekki Hungang Ég er svo sem ekki viss um ađ margir hafi tekiđ eftir ţessu en mér fannst ţetta bara fyndiđ. Ég skrifa ţetta auđvitađ allt á nýju gleraugun
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Hungang
31.8.2008 | 18:06
Ég fékk heimsókn. Lítil manneskja hafđi mynd í farteskinu. Viđ horfđum saman á Bee movie og á eftir voru smá umrćđur um býflugur og hunangsframleiđslu. Ţađ var auđvitađ nauđsynlegt ađ smakka smá í leiđinni. Ţađ ţótti bara ágćtt á bragđiđ
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Litla sćta ljúfan góđa.
30.8.2008 | 18:36
Hún dafnar vel litla frćnkuskottiđ mitt hún Rakel Sara. Ég sendi bestu kveđjur til litlu fjölskyldunnar í Hafnarfirđinum og sömuleiđis til turtildúfanna sem eru ađ flytja sig í Reykjanesbćinn.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Notalegheit.
29.8.2008 | 20:59
Á föstudagskvöldi ţegar regniđ lemur gluggana, ţađ hvín í trjánum og sjórinn ólmast á firđinum ţá er notalegt ađ hjúfra sig undir teppi. Kveikja á kertaljósum og eiga rólega stund, hlusta á góđa músík eđa bara horfa á mynd. Jafnvel međ góđan súkkulađibolla innan seilingar - ekki svo galiđ.
Uppskrift fyrir tvo:Chili-kryddađ súkkulađi
1 og 2/3 bollar mjólk
1/2 vanillustöng, klofin eftir endilöngu
1 rauđur chili-pipar klofinn og frćhreinsađur
1 kanilstöng
45 gr. súkkulađi
Setjiđ vanillustöng, kanilstöng og chilipipar út í mjólkina og hitiđ í potti á lágum hita. Brytjiđ niđur súkkulađi og brćđiđ í mjólkinni. Slökkviđ undir og látiđ standa í nokkrar mínútur. Sigtiđ svo kryddiđ frá. Ţeir sem ekki vilja eldsterkt geta minnkađ magniđ af chilipiparnum. Ofangreinda uppskrift rakst ég á í Fréttablađinu fyrir ekki löngu síđan og leist vel á.
Sé fólk ekki í stuđi fyrir ţetta "flókna" súkkulađigerđ má líka gera bara venjulegt súkkulađi og bćta örlitlu chili dufti útí. Annars er súkkulađi alltaf súkkulađi og fínt uppá gamla mátann
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Án titils.
29.8.2008 | 07:51
Nú ţegar beinni útsendingu er lokiđ frá Kína á mestu íţróttaleikum okkar tíma og viđ höfum fagnađ frćkilegum afrekum íţróttafólksins okkar eru haustvindar farnir ađ blása og ţađ all hressilega. Viđ erum hvött til ađ huga ađ lauslegu utanhúss. Fólk er fariđ ađ sćkja skóla og litlar manneskjur sjást á ferđinni međ stórar töskur á bakinu og vindinn í fangiđ. Já hjá okkur ţar sem árstíđaskil eru frekar skörp kveđjum viđ vonandi flest okkar ánćgjulegt sumar. Haustiđ mćtt og veturinn framundan, já lífiđ hefur sinn gang og viđ tökumst vonandi sem flest endurnćrđ á viđ bćđi ţau tilheyrandi og nýju verkefni sem framundan eru.
Nýafstađnir Ólympiuleikar voru stórkostleg hátíđ. Setningarathöfnin og sömuleiđis lokin voru glćsilegt sjónarspil. Ég sá meira af setningunni en lokunum og virkilega hreyfst af öllu ţví sem fyrir augu bar enda ekki annađ hćgt, ţvílík flottheit. Ţessir leikar voru haldnir af ţjóđ sem geymir mikla og áhugaverđa sögu - en líka allt annađ og meira en bara glćsileika. Mér varđ hugsađ til bókarinnar Múrinn í Kína eftir Huldar Breiđfjörđ. Ég hef áđur minnst á ţessa bók hér í blogginu. Myndrćn og virkilega góđ ferđasaga sem snart mig mjög. - Hvet ykkur til ađ lesa og međ ţví skyggnast inní líf fólksins í héruđum Kína.
Vona svo bara ađ ţiđ eigiđ sem ánćgjulegast haust
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara svona til gamans.
28.8.2008 | 00:00
Í gömlu minningabókinni minni rakst ég á ţessa mynd sem vinkona teiknađi fyrir um 37 árum og felur í sér ósk um bjarta framtíđ. Passar vel - hefur veriđ ágćtt hingađ til og bjartsýnin hefur alltaf veriđ í mínum farangri.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Sláandi en stađreynd.
27.8.2008 | 20:45
Nokkuđ reglulega fáum viđ fréttir af fólksfjöldatölum hér á Vestfjörđum. Ţessar tölur birtast nokkuđ reglulega t.d á bb.is - svo sem ekki umflúnar stađreyndir ţessar tölur, langt í frá. Sem sagt, okkur verulega í óhag eins og alţjóđ veit. Síđast í dag sá ég í frétt á bb.is um ađ fćkkađ hefđi um 1.400 manns á síđustu tíu árum. Ţetta vitum viđ svona nokk ţó ađ fólk sé nú ekki kannski alveg međ töluna upp á punkt og prik. Ţessar tölur virka alltaf á mig eins og köld vatnsgusa. Mér finnst í góđu lagi ađ birta svona tölur af og til - en alls ekki of oft - sé ekki alveg tilganginn í ţví, ţađ er bara niđurdrepandi og ekki eitthvađ sem viđ ţurfum á ađ halda.
Svo eru ţađ nú málefni Vestfjarđa sem hverjum og einum sýnist sitthvađ um enda algjörlega leyfilegt auđvitađ. Ţekkt eru skrif Reynis Traustasonar sem ég veit oft ekki hvađ vakir fyrir, ekki vantar orđavaliđ. Mér líđur auđvitađ bara eins og "vitleysingi" ţegar ég les ţađ sem hann skrifar enda nokkuđ viss um ađ hann skilgreindi mig sem slíkan ef hann spjallađi viđ mig en ţađ svo sem angrađi mig ekki stórkostlega.
Í dag sá ég skrif ţess eldklára manns Gunnars Ţórđarsonar á bb.is undir heitinu "Raunsći eđa rómantík" hann hefur sitt álit mađurinn og margt gott í hans skrifum nú sem fyrr. Raunsćiđ hefur líklega veriđ látiđ ráđa ţegar menn réđust í ađ gera leiđina suđur Djúp sem besta en ekki síđur skammsýni ađ mínu áliti. Hefđi áherslan ekki veriđ lögđ á ţá leiđ er ég viss um ađ viđ vćrum komin međ ágćtar samgöngutengingu hér um Arnarfjörđ.
Mér fannst dálítiđ skrýtiđ af Gunnari ađ stilla ţessu svona upp Raunsći/Rómantík er ţađ ekki orđiđ dálítiđ Svart/hvítt. Ég sé ekki alveg hvar rómantíkin kemur ţarna ađ fyrir utan ađ nefna Jón Sigurđsson. Ég sé enga rómantík í ađ óska sér möguleika til bćttari afkomu heimilanna, ţá er ég ađ hugsa um skólamál og hagstćđari ađföng til reksturs heimilis svo ég nefni dćmi. Ég sé heldur enga rómantík í ađ óska greiđari og hćttuminni samgangna. Ţađ vćri kannski margt öđruvísi víđa á landinu ef raunsći hefđi alfariđ veriđ haft ađ leiđarljósi viđ úthlutun fjár til ýmissa málefna úr ríkiskassanum í gegnum tíđina. Ég er kannski bara rómantískur vitleysingur eftir allt saman .
Ţćr eru ţreytandi endalaust neikvćđu fréttirnar sem oft hafa veriđ fyrirferđamiklar af Vestfjörđunum. Hér býr nefnilega fólk međ vonir, vćntingar og tilfinningar en ţađ vill oft á tíđum gleymast ţegar gammurinn er látinn geysa. Ég vona ađ ég lifi ţann dag ađ sjá áberandi viđsnúning í ţessum efnum. Mér finnst ég ţó upplifa mikinn áhuga fólks á svćđinu og ţá listafólks - en ţađ tilheyrir örugglega bara rómantísku deildinni.
Annars hafa neikvćđar fréttir vissulega oftar ţótt bitastćđari en jákvćđar svona almennt. Ég tek ofan fyrir RUV ađ koma fram međ netfangiđ godarfrettir@ruv.is sem er varla tilviljun ađ hefur veriđ gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikiđ afrek - til hamingju !!
24.8.2008 | 11:17
Feikna afrek unniđ - ţeir gerđu sitt besta strákarnir og sameinuđ vaknađi ţjóđin snemma á sunnudagsmorgni og fylgdist međ. Ekki amalegt ađ standa á verđlaunapalli á Ólympiuleikunum međ Frökkum og Spánverjum - enn og aftur til hamingju !
Bráđskondiđ en hallćrislegt samt, orđin "Ísland er stórasta land í heimi" urđu skyndilega vel ţekkt. Eins og kom fram í fréttum eigđi eigandi bolabúđarinnar Dogma tćkifćriđ, var snöggur til og lét prenta ţetta á boli sem síđan mokuđust út.
Reikna alveg međ ađ ţetta skyggi meira ađ segja á eina ţekktustu áletrun á bol hér um slóđir sem er "Folinn er kominn í bolinn"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)