Ég horfði aftur
30.9.2008 | 23:58
fannst myndin bara betri ef eitthvað var - góðir sprettir hjá þessum eldkláru höfðingjum
Bloggar | Breytt 1.10.2008 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29. september 2008
29.9.2008 | 23:31
Mikill hamingjudagur í fjölskyldunni.
Bloggar | Breytt 30.9.2008 kl. 07:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Af sjónvarpsefni.
28.9.2008 | 11:03
Ég sé að nú er einhver þáttur í Danska sjónvarpinu sem heitir Boxen. Þetta er einhver talnagetraun sem færir vinningshafanum peningaupphæð í verðlaun. Ég hef engan áhuga á að komast að því hvernig þetta virkar enda bara eitthvað sem var á þegar ég kveikti á sjónvarpinu rétt í þessu. Hugurinn hvarflaði þó til þáttar sem ég sá í Kringvarpi Föroyja, það er þáttur um leik sem heitir Gekkur.
Leikurinn gengur út á að hitta á réttar tölur í blokk sem fólk kaupir sér. Í henni eru þrjú blöð með talnaröðum. Þáttastjórnandinn les tölurnar upp og þær birtast jafnóðum á skjánum. þegar fyrsta hluta er lokið hringir sá sem hefur réttar tölur inn og sá sem nær í gegn má velja um einhver fimm eða sex verðlaun með því að velja bókstafi eða liti - ég man ekki hvort var. Þar undir eru svo verðlaunin sem geta verið flugfar, vöruúttektir og þ.h. Allt spjaldið snýst svo um peningapott sem vex ef engin vinnur þá vikuna. Þátturinn er vikulega og tveir stjórnendur eru sitt hvora vikuna. Annan stjórnandann þekki ég og það var aðalástæða þess að við horfðum. Þetta nýtur mikilla vinsælda í Færeyjum og svo sem ekki skrýtið þar sem þetta er einfalt og virðist hitta beint í mark.
Það er örugglega ekki einfalt að detta niður á gott módel að þætti sem virkar. Mér virðist þátturinn Útsvar á Skjá einum vera þáttur sem virkar mjög vel, öðru máli gegnir um Singin bee á Skjá einum. Mér persónulega finnst hann óspennandi. Þátturinn The weakest link á BBC virðist vera þáttur sem hefur slegið í gegn. Kannski hefur einhver sjónvarpstöðin hér reynt að fá hann en ekki tekist. Hann er dæmi um einfalda umgjörð sem svínvirkar og þáttastjórnandinn þar er að ég held þekkt fyrir að vera kuldaleg og oft beinskeitt við keppendur.
Góðir spurningaþættir geta oft verið mjög skemmtilegir og mér finnst þeir oft með betra sjónvarpsefni, samanber þáttinn Útsvar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýútskrifuð ;-)
27.9.2008 | 11:26
Mátti til með að setja þessar inn þó að myndgæðin séu í lágmarki.
Karen Ingibjörg var svo módel þegar kennarinn Hjördís sýndi okkur fantasíur - algjör snillingur stelpan.
Það er allt hægt að gera í þessu. Allskonar skraut og flottheit. Eins er hægt að móta neglurnar á alla vegu, sumar vilja hafa þær þverar, aðrar meira rúnnaðar og eins er frábært að gera táneglurnar flottar.
Þetta er með skemmtilegra föndri sem ég hef komist í tæri við
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lofsvert framtak.
27.9.2008 | 09:30
Í Sjóræningjahúsinu hér á Patró hefst í dag kl. 16:00 nýr liður í starfseminni. Þá verður lesið fyrir börnin. Þetta er algjörlega brilliant framtak og góð viðbót í helgardagsrká barnanna og örugglega ekki síður lesarana sem gera þetta væntanlega af mikilli ánægju.
Annað sem vakti ánægju mína að sjá og það var nokkuð sem datt inn um bréfalúguna hjá mér á dögunum. Það var segull sem hægt er að festa á ískápinn ef fólk kærir sig um. Þarna má sjá opnunartíma bókasafnsins hér á Patreksfirði. Í vetur er það sem sagt opið fyrstu þrjá daga vikunnar frá 14:00 - 18:00 og á fimmtudögum frá 19:30 - 21:30.
"Heyrðu, mannstu nokkuð hvenær bókasafnið er opið ?" heyrist væntanlega sjaldnar héðan í frá
Eigið annars góða helgi gott fólk.
Nú er verið að smala víða um land og héðan fóru tveir mér skyldir til Dýrafjarðar í smölun í gær. Sumum finnst ómissandi að komast í smalamennskuna - gangi ykkur vel strákar - vona að heimtur verði góðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sæt þróun
26.9.2008 | 08:32
Það má segja að þróun matarvenja sé sæt og oftar en ekki óholl. Áhugavert að skoða þessi mál og hvað neysluvenjur hafa breyst í gegnum árin þó að ég ætli ekki að fara út í tímafreka og djúpar spegúlasjónir hér - ég eyði svo sem aldrei svo miklum tíma í bloggfærslur.
Þegar mæðurnar voru mest heimavinnandi var rútíneraður matur og kaffi. Maður skaust heim að drekka og þá var oftar en ekki tilbúinn diskur með smurðu brauði á borðinu, jólakaka (sand eða marmara ef maður var heppin) og oftar en ekki kleinur. Svo var fiskur mun oftar á borðum þá en nú, ódýrari og aðgengilegri. Að vísu minna af grænmeti og ávöxtum en nú er. Á heimili þar sem ég eyddi oft sumrunum á var mjólkin beint úr kúnni og oft rjóminn ofaná. Þessu þótti mér erfitt að koma niður en lét mig hafa það. Ég varð að borða smurða brauðsneið áður en ég fékk mér sætt brauð. Þegar ég lít til baka þá hefur þetta ekki verið svo galið skilyrði hjá húsmóðurinni að hafa þetta svona þó að ég hrylli mig við tilhugsunina um rjómaflotið á mjólkinni
Gular baunir, sveppir og allskonar þannig meðlæti man ég ekki eftir að hafa borðað fyrr en eftir 10 ára aldur - það hefur líklega verið komið fyrr en ég var svo fjandi matvönd lengi framan af þó að það hafi nú ræst úr því. Epli og appelsínur voru helst á borðum á jólunum, enda var siður á mínu heimili að hafa þessa ávexti og síðar mandarínur alltaf í skál á borðinu svo það væri flestum sem aðgengilegast.
Gosdrykkir og sælgæti voru til en í minna úrvali og pakkningum. Þá var gosið í litlum glerflöskum og þótti fínt að fá endrum og sinnum. Var meira til hátíðabrigða. Malt, Appelsín, Spur, Sinalco og Kók. Krakkar voru ekki með peninga fyrir nammi á hverjum degi eins og algengara er í dag og því ekki með mikið í vasanum fyrir nammi en sætindalöngunin var til staðar þá eins og nú kannski samt í minna mæli ég skal ekki segja.
Það var súper ef amma bauð uppá kandís og djöflatertu. Nokkuð sem hún naut þess nú stundum að traktera okkur á. Það var svona helsta og aðgengilegasta nammidæmið hjá okkur krökkunum. En auðvitað kíktum við stundum í sjoppuna til hennar Settu sem bjó í Friðþjófshúsinu og vorum einstöku sinnum heppin. Krakkar sem ég kannast við söfnuðu í jólasjóð fyrir hver jól. Það var forláta glerkrukka sem var safnað í og hver átti sinn sjóð. Skondnasta fall fyrir nammidraugnum sem ég man eftir var þegar ónefndur aðili fór með jólasjóðskrukkuna í Ásmundabúðina til Laufeyjar og verslaði sér svart og grænt kattartyggjó fyrir innihaldið. Þá var nú veisla
Nú er ég komin á flug í æskuminningaupprifjun. Eitthvað sem ég ætlaði nú ekki kannski alveg að hafa mjög langt. En það er allavega áhugavert að bera saman fortíð og nútíð þegar kemur að neysluvenjum okkar. Sjá hvað markaðurinn er í raun kominn inn að beini hjá manni ef ég get orðað það svo.
Heilbrigð skynsemi í mati á þörf og nauðsyn með tilliti til heilbrigðra lífshátta er eitthvað sem hver og einn skoðar fyrir sig og sína. Reglu og hófsemi eru orð sem virka en þarf oft aga til að tileinka sér. Passa sig kannski aðeins að gleypa ekki allan heimin í orðsins fyllstu
1,4 kíló af sælgæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stuðboltar
22.9.2008 | 22:07
Ég var á ferð í rigningunni í dag sem er auðvitað ekkert í frásögur færandi. Keyrði smá kafla á malarvegi í hálfgerðri leðju þar sem vegavinna var í gangi. Frekar leiðinlegt að ferðast í svona veðri, þessu rigningarveðri sem við erum flest hver að verða búin að fá okkur fullsödd af. Ég mátti til með að smella af þessum glaðlegu heyrúllum við Skálanes í A-Barð.
Þær lífguðu uppá ferðalagið í rigningunni þessar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ramazzotti og fl.
18.9.2008 | 07:53
Ramazotti söng þetta lag með Tinu Turner hérna um árið. Hann hefur greinilega komið víða við maðurinn. Hér hefur að mínu áliti sérstaka rödd og ekki síður sú sem hann syngur með hérna:
Annars er ég farin í frí og mun ekki blogga í bili enda bloggleti farin að hrjá mig með tilheyrandi andleysi. Reikna samt ekki með þriggja mánaða fríi eins og gerðist á þessum tíma í fyrra. Finnst þetta orðið skemmtilegra en svo
Hafið það fínt í dag.....já og alla daga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vonandi yfirstaðið.
17.9.2008 | 21:46
Það hefur mikið gengið á. Slagveðurs ringning og afleiðingar þessa mikla vatnsveðurs hérna í firðinum má t.d sjá hér. Aurskriða og skarð í vegi. Um hádegisbil var vatnsflaumurinn aðeins farinn að minnka í gilinu hérna við húsið hjá mér sem alla jafna sést varla dropi í nema þá í mestu leysingum eða svona ausandi rigningu eins og verið hefur undanfarin sólahring.
Ég ætla út úr bænum á morgun og vona að það versta sé yfirstaðið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Af málverki.
16.9.2008 | 18:12
Það hefur líklega verið sumarið 2001 sem foreldrar mínir voru í sumarhúsi í Ögri við Ísafjarðardjúp. Þá er ég að tala um gamla íbúðarhúsið í Ögri sem Landsbankinn eignaðist og lét gera upp á mjög svo fallegan hátt. Bara virkilega sjarmerandi hús og hefur verið byggt af miklum myndarskap á síðari hluta 19. aldar ef ég man rétt. Staðurinn Ögur - friðsæll, fallegur og útsýnið fagurt þarna í Djúpinu. Gott útsýni yfir allt og einnig bílakirkjugarðinn landsþekkta sem er á bænum Garðstöðum. Einhver okkar var komin eitthvað á þriðja hundraðið þegar hætt var að telja bílana. En þessi bílakirkjugarður er nú alveg sér kapítuli út af fyrir sig.
Ég fór sem sagt og heimsótti foreldra mína sem voru þarna í Ögri með fleira fólki. Eitt af þeirra síðustu sumarfrísferðalögum saman. Ég hafði með mér mynd sem ég hafði keypt til að sauma út en átti eftir að sortera litina í hana, setteringarnar voru svo líkar á litinn að það var fínt að dunda sér við þessa sorteringu í afslappelsinu í Ögri. Ég lauk svo við myndina (á mettíma á minn mælikvarða) og lét ramma hana inn. Mér finnst hún alltaf falleg þessi mynd.
Uppruni englanna er á frægu málverki eftir Ítalska málarann Rafael Sanzio (1483-1520), The Sistine Virgin. Sagan segir að Málarinn hafi verið fenginn til að mála myndina fyrir Julíus II páfa og persónurnar við hlið Maríu meyjar, St. Sixtus og St. Barbara eru sagðar eiga að vera Julíus páfi og frænka hans Julia Orsini eða önnur frænka hans Lucrezia de la Rovere.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)