Umhugsunarvert
21.7.2009 | 08:02
Ég hef verið hlynnt endurskoðun umferðarlaga og þá þeim atriðum laganna sem lúta að refsingu við umferðarlagabrotum, eflingu ökunáms og finnst í góðu lagi að hækka bílprófsaldurinn.
Að minnsta kosti tvær greinar í þessum tillögum að breytingu laganna virka hreinlega sérkennilegar á mig. Sú fyrri sem ég birti hér leggur til áfangahækkun á bílprófsaldrinum. Af hverju ekki að hækka aldurinn og búið mál ?
Sú seinni kallar á að eftirleiðis þurfi að fylgjast með hvað margir séu í bílnum hjá ökumönnum á tilteknum tíma sólahringsins !! Hvernig skildi útfærslan á eftirliti með þessu atriði verða ? Væntanlega verður þetta hlutverk lögrelgunnar og hrein viðbót við þeirra störf að fylgjast með hversu margir séu á rúntinum með ungu fólki um helgar. Nema að foreldrum sé ætlað að hafa eftirlit með þessu ?
Þarna finnst mér bara verið að flækja málin óþarflega.
· Lagt er til að gerð verði sú breyting frá gildandi ákvæðum umferðarlaga að einstaklingur þurfi að vera fullra 18 ára til að heimilt sé að veita honum ökuskírteini, en samkvæmt gildandi lögum er lágmarksaldurinn 17 ár. Aldurstakmörk verði hækkuð í áföngum til ársins 2014 þannig að veita megi þeim ökuréttindi í fyrsta sinn sem verða 17 ára á árinu 2011,17 ára og þriggja mánaða á árinu 2012, 17 ára og sex mánaða á árinu 2013 og 17 ára og níu mánaða á árinu 2014. Á árinu 2015 verði síðan 18 ára aldursmarkið að fullu komið til framkvæmda.
· Áður en ökumaður er orðinn fullra 20 ára er honum óheimilt að aka með fleiri en einn farþega frá klukkan 23 á föstudegi til klukkan 9 að morgni laugardags og frá klukkan 23 á laugardegi til klukkan 9 að morgni sunnudags. Þetta gildir þó ekki ef farþegi er barn ökumanns eða foreldri, eða ef um er að ræða akstur í neyð. Áður en ökumaður er fullra 20 ára er honum óheimilt að aka breyttri bifreið.
![]() |
Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hef ekkert á móti að hækka aldurinn en það að það megi ekki rúnta með fleiri en einn farþega á föstudögum er notla bara hrein og bein þvæla. Lögreglan hefur nú nóg að snúast fyrir en að fylgjast svona. Unglinganir hafa ekki geta ekki einu sinni farið í bíó á 10 sýningu
Rúnar (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 10:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.