Roðafífill

Fyrir nokkru tók ég eftir nýjum lit í jurtaflóru hálfgerðs óræktarsvæðis hér í bæ, sem hingað til hefur að helst skartað grænum og gulum lit yfir sumartímann.  Þetta vakti forvitni mína og ég ákvað að sækja  sýnishorn. Við nánari athugun kom í ljós að þetta er Roðafífill.

Þetta er hið fallegasta blóm og kærkomin tilbreyting frá Túnfíflinum sem veður hér um allt og er mörgum til ama þó að fallegur sé. 

 

Á vefnum www.floraislands.is segir um jurtina Roðafífil.:

Roðafífill (Pilosella aurantiaca) er slæðingur hér á Íslandi, náskyldur íslandsfífli sem vex villtur um allt land. Roðafífillinn er í útliti mjög líkur íslandsfífli, hefur löng hár á stönglinum eins og hann. Eini áberandi munurinn er litur blómanna, en þau eru skærrauð en ekki gul. Roðafífillinn er sums staðar ræktaður lítið eitt í görðum, og sáir sér eflaust auðveldlega þaðan. Hann spjarar sig auðveldlega úti á víðavangi á sama hátt og Íslandsfífillinn. Hann vekur hvarvetna athygli vegna litar síns, og væri gott að fá upplýsingar um hann þar sem menn sjá hann vaxa villtan.

Tilvitnun lýkur.

 

Jakobsfífillinn er þekktur hér, eins Íslandsfífillinn en ég man  alls ekki eftir að hafa nokkurn tíma séð Roðafífil fyrr en nú í sumar.  Það má þó vel vera að hann hafi sést áður á á sunnanverðum Vestfjörðum án þess að ég hafi mikið tekið eftir honum og væri þá gaman að vita ef fleiri kannast við hann af svæðinu.

Roðafífill

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl og blessuð.

Skemmtileg færsla.

Hið daglega líf er dásemd ein ef......... nú má segja; maðu nennir að opna augun.

Þetta er ótrúlega fallegt og blítt, svona fagurt blóm í hörðu umhverfi.

Flottur er hann Roðafífillinni, hann minnti einmitt á Jakobsfífilinn.

Sá góði fífill var brúkaður af mér og mínum í blómsveiga til að koma músum, fuglum og ánamöðkum ásamt fleiru smáþýði, undir græna torfu á sómasamlegan máta.

Takk mín kæra Anna.- Sjáumst.

Jenta (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 19:47

2 identicon

Takk fyrir þetta, alltaf gaman að vita að einhver nennir að lesa hjá manni .  Hann er flottur þessi fífill og mikið hærra blóm en hinir.  Jakobsfífillinn hefur heillað marga  og akkúrat verið  flottur í svona kveðjuathafnir

Anna G. (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 21:35

3 identicon

Er hann ekki í bökkunum fyrir utan Ásgarð?

Guðný (IP-tala skráð) 15.7.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Anna

Jú Guðný, akkúrat þar er hann.  Þetta er að verða fallegasta blómskrúð þarna.

Anna, 15.7.2009 kl. 19:46

5 identicon

Já, Bakkarnir...........þar var nú margt sem bar fyrir augu í den og skemmilegt leiksvæði okkar.  Þar birtist "Bakkablómið" allt í einu - Bakkablómið er gula Pokablómið við lækinn litla rétt utan Ásgarðs.........enginn veit hvernig það kom þangað........bara mætti allt í einu. Ég man samt ekki eftir að Roðafífillinn hafi verið þarna í den.

Bestu kveðjur í vestrið,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 14:17

6 Smámynd: Anna

Þetta gula blóm sem þú talar um Sólveig var fyrst á einum stað aðeins utan við tröppurnar upp af Kambinum við húsið ykkar.  Nú hefur það dreyft sér í bökkunum.  Ég hef fylgst aðeins með þessu og held að roðafífillinn sé að sjást fyrst núna.  Er auðvitað ekki alveg 100% viss en svona  allt að því

Anna, 18.7.2009 kl. 10:24

7 identicon

Held að Sævar hennar Guðnýjar hafi rekið augun í roðafífilinn fyrir nk. árum síðan, þá bara á stangli.

? hvort hann verði nk. konar illgresisvöxtur. Hefur hann verið að þrengja að eða útrýma einhverjum öðrum gróðri?

Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 21:44

8 Smámynd: Anna

Ég er ekki viss um þennan fífil - hann gæti verið búinn að vera hér lengi en er eitthvað að verða meira áberandi.  Ég veit ekki um hvort hann verður illgresisvöxtur, ég er alls ekki viss um að svo sé ef maður spáir í Íslandsfíflinum sem þessi er náskyldur.  Annars er ég ekki svo svakalega fróð um flóruna, þó ég hafi gaman af að skoða þetta af og til.    Þekking mín  telst örugglega svona yfirborðsþekking

Anna, 23.7.2009 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband