Sumarið 2009
31.5.2009 | 12:43
Sumarið 2009 er yfirskrift bæklings sem liggur víða frammi og kynnir afþreyingu á suðursvæði Vestfjarða. Þarna er ýmislegt týnt til s.s áhugaverðir staðir, veitingastaðir, gisting, tjaldsvæði og fl.
Það sem vakti athygli mína eru hátíðir sumarið 2009 en þær eru:
Skjaldborg, hátið Íslenskra heimildamynda sem er nú um Hvítasunnuhelgina.
Sjómannadagshelgin Patreksfirði 4.-7. júní.
Sumarmarkaður Vestfjarða Patreksfirði alla laugardaga frá 6.júní - 29. ágúst kl. 13:00-17:00 en þessi markaður er í gömlu pakkhúsi hér á staðnum en fyrsti markaðsdagurinn var reyndar í gær 30.maí.
Hátíðin Bíldudals grænar 26. - 28. júní.
Unglingamót Héraðssambandsins Hrafnaflóka verður haldið á Bíldudal 4. júlí.
Steinbítshátíð á Patreksfirði 10.- 12. júlí.
Tálknafjör á Tálknafirði 24. - 26. júlí.
Svartfugl gönguhátíð verður svo 24.-26. júlí.
Samkvæmt ofantöldu verður nóg um að vera hér á svæðinu í sumar en að auki er hér margt fallegt að sjá og upplifa. Ég hef ekki hugmynd um hver á heiðurinn af útgáfu þessa bæklings en framtakið er ágætt.
Mig langar hér að benda á slóð á skemmtilegt framtak sem ég frétti af fyrir skömmu og finnst alveg magnað. Þetta er nýlegt fyrirtæki sem býður uppá siglingu hér um og vonandi vex það bara og dafnar því að t.d er sjóstöng vaxandi afþreying og ég tel möguleika svona fyrirtækis mikla sé horft til framtíðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.