Matur frá friðlýstu landi.

Ég gerði smá færlsu um daginn þar sem ég dásamaði þróunarverkefni í matartengdri ferðaþjónustu hér á Vestfjörðum sem fengið hefur nafnið "Veisla að Vestan" auðvitað  bara brilliant hugmynd. 

Á ferð minni í matvörubúð hér í bæ á dögunum  rakst ég  á skemmtilega nýjung í kælinum.  Það var Vatnsfjarðar bleikjusmyrja sem er eins og nafnið bendir til  paté, m.a gott ofan á kex, með smábrauðum og fl.   Þessi nýja afurð er framleidd af aðila sem stundar fiskeldi í Vatnsfirði á Barðaströnd ekki langt frá Flókalundi. Þetta er eins og segir á loki pakkningarinnar "matur frá friðlýstu landi" en eins og flestir vita sem til þekkja er svæðið þarna í kringum Flókalund friðlýst.  Hvort þetta telst partur af ofangreindu þróunarverkefni þekki ég ekki.  Ég mæli  óhikað með að fólk bragði á Vatnsfjarðar bleikjusmyrju - bragðgóð framleiðsla í handhægum og fallegum umbúðum.  Ég óska þeim góðs gengis sem að þessu standa  Grin

 

Vatnsfjarðar bleikjusmyrja

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.