Nú er lag.

Neyðin kennir naktri konu að spinna.  Það eru orð að sönnu. Núna þegar aldeilis hefur harðnað á dalnum hjá okkur íslendingum förum við að huga að gömlum og góðum gildum.  Spara og nýta það sem til er.  Viðgerðir hafa stóraukist,  sömuleiðis matartilbúningur.  Við hugsum okkur tvisvar um áður en við hendum hlutum.  Auðvitað er hart til þess að vita að við skulum þurfa djúpa dýfu til að komast í þennan gír sem telst mun eðlilegri heldur en þessi blússeyðslugír sem við vorum í svona heilt yfir litið.

Hér á árum áður voru skólagarðar starfræktir hér á Patreksfirði undir skeleggri stjórn Bjargar Bjarnadóttur.  Þarna ræktuðum við einhverjar matjurtir og í minningunni finnst mér nú að þetta hafi verið töluvert spennandi.  Ég einbeitti mér að radísunum á meðan aðili sem ég þekki vel  sérhæfði sig í Næpum sem var eitthvað sem honum hefur eflaust þótt  álitlegt að sjá utan á fræpokunum og mun matarmeira en margt annað sem var í boði í fræpokabunkanum.LoL 

Þarna smakkaði ég radísur í fyrsta sinn og fannst þær mjög góðar.  Mér er sérlega minnistætt hvað Næpuuppskera félagans var hressileg og mikið búið að hlæja að veseninu í kringum það dæmi.  En að öllum kvikindisskap slepptum þá er nú aðalpunkturinn í því sem ég er að skrifa um hérna að dásama skólagarða og þann skóla sem þeir í rauninni eru.  Garðarnir  hér voru því miður ekki starfræktir  lengi  og áratugir síðan þeir voru það síðast  að því er ég best veit.

Á dögunum þegar ég var að lesa fundargerðir Vesturbyggðar rak ég augun í fundargerð Atvinnumálanefndar frá 27. febrúar s.l.  Þar kemur Hjörtur Sigurðarson nefndarmaður með tillögu um skólagarða og moltugerð.  Í sama lið er verið að tala um niðurskurð v/unglingavinnu.   Það hlýtur að teljast gott mál að hefja vinnu við  skólagarða, hugsanlega tekur það tíma að útbúa þá en örugglega kærkomið fyrir einhverja að fá jarðskika til að geta ræktað grænmeti í.  Ég er handviss um að einhverjir foreldrar hefðu áhuga á að aðstoða börnin sín við ræktunina.  Á þessum síðustu og verstu tímum gæti þetta verið mjög sniðugt.   Því miður sá ég engar undirtektir bókaðar varðandi þessa tillögu en það kemur í ljós hvernig úr rætist.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sannarlega sammála þér lagskona.

Þetta er verulega skemmtilegt viðfangsefni.

Jenta (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.