Veisla að Vestan
7.3.2009 | 10:53
Það leynast nú stundum áhugaverðir pésar inná milli minna áhugaverðs pósts sem dettur inn um bréfalúguna hjá manni. Á dögunum kom einn sem sem fór ekki í ruslið með því auglýsingadóti sem þau örlög fær. Það var kynning á verkefninu "Veisla að Vestan" sem er eins og segir í bæklingnum:
"Veisla að Vestan er þróunarverkefni í matartengdri ferðaþjónustu sem Atvest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða - innsk.mitt) hefur unnið að ásamt góðum hópi fólks undanfarna mánuði. Tilgangur verkefnisins er fyrst og fremst að vekja athygli á vestfirskum matvælum sem mun leiða af sér aukinn sýnileika og aukna veltu þeirra fyrirtækja sem vinna með vestfirskt hráefni "
Á vef Atvest má lesa um verkefnið og skoða bæklinginn í heild sinni.
Heilu sjónvarpsþættirnir og þáttaraðir eru til um matvælaframleiðslu héraða um allan heim og virkilega gaman að sjá jafnvel aldagamlar hefðir í matvælaframleiðslu s.s osta, kjöts, sinneps svo fátt eitt sé talið blómstra. Því skyldum við ekki hampa okkar hefðum í matargerð. Bara hér í mínu nánasta umhverfi er nokkur matvælaframleiðsla sem er vönduð og afurðirnar lostæti. Hér framleiða bændur kjöt og þá hangið kjöt. Fiskafurðir fást hér, mikil gæðavara hjá fiskvinnslufyrirtækjunum á svæðinu. Harðfiskframleiðsla hefur alltaf verið mikil, silungsrækt og afurðirnar er m.a að fá í Tálknafirði sem reyktan regnbogasilung, paté, krydduð flök tilbúin á grillið og fl. Þetta er svona það helsta sem mér dettur í hug í augnablikinu, fleira er hægt að týna til og sömuleiðis er heilmikið í gangi á þessu sviði sé horft til Vestfjarðanna í heild sinni.
Já þetta verkefni finnst mér mjög áhugavert og ég vona að það dafni vel.
Athugasemdir
Minn bæklingur fór ekki heldur í ruslið. Mér finnst þetta áhugavert.
Guðný , 8.3.2009 kl. 13:33
Bara kvitta fyrir innlitið, sakna þín:)
Þórunn (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.