Snilldarverkfæri

Hver gleðst ekki yfir að sjá lausn á vandamáli ? Ég er ein af þeim sem grenja úr mér augun við að skera lauk.  Ég á að vísu mjög sniðugan laukskera en ég er ekki frá því að þessi geti verið betri, ætla þó alls ekkert að fullyrða um það að óreyndu.  En með þessu sem sagt - sker maður laukinn í teninga og skeranum fylgir box sem losað er úr að laukskurði loknum. 

Þrifalegt, einfalt og engin tár Grin

Þátturinn Innlit Útlit kynnti laukskerann "Aligator" en hann fæst í versluninni  Kúnígúnd.  Þetta kann að virka eins og auglýsing en ég tengist á engan hátt:  hönnuði, framleiðanda, innflytjanda eða verlsunareiganda - varð bara heilluð af sniðugri lausn Halo

LAUKSKERI
Þessi laukskeri hér fyrir neðan er eins og minn - fæst í Kokku.
Laukskeri.
Já það er ýmislegt sem ratar inná bloggsíðu sem inniheldur skrif um allt og ekkert W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband