Prinsessudagur.
20.10.2008 | 19:49
Afmælisbarn dagsins Sæunn María er hér með hvolpinn Skugga sem er hreinræktaður Labradorhvolpur, algjörlega ómótstæðilega fallegur. Það er vel við hæfi að það birtist mynd af Sæunni Maríu á 9 ára afmælisdaginn á bloggsíðu frænkunnar með hvolpinn í fanginu. Við frænkurnar vorum báðar að sjá hann í fyrsta sinn í dag og leist sérlega vel á enda ekki annað hægt.
Til hamingju með daginn Sæunn María og sömuleiðis til lukku með 50 árin Stína mín

Hér er svo mynd af hvolpinum Skugga í fangi Guðmundar Viðars og sést vel hversu fallegur hann er en ósköp mikið baby ef hægt er að segja sem svo enda bara 9 vikna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.