Hugs and kisses.
19.10.2008 | 09:34
Ég er viss um að sjaldan hafa eins mörg faðmlög og knús verið send með tölvupóstum og í þessum mánuði. Hjörtu og friðarkerti, hughreysting og væntumþykja í máli og myndum á mörgum tungumálum. Meira að segja Moggabloggið útbjó faðmlag sem bloggarar geta sent á bloggvini. Falleg hugsun og vel meinandi. Mér finnst svona lagað yfirleitt alveg í væmnari kantinum og tek sjaldan þátt, fer samt eftir því hvað er í gangi. Fallegar vísur og ljóð hafa flogið á milli þessa dagana sem aldrei fyrr. Já fólk er svo rosalega í supporting gírnum. Hugs and kisses í allar áttir. - Stundum fer þetta bara alveg út úr kortinu, verður yfirþirmandi mikið og hætt við að þá missi það ofurlítið marks en....... þá hefur maður jú alltaf val um að ýta bara á delete takkann.
Það er gleðilegt að sjá hvað fólk er í raun voðalega gott hvort við annað, höldum því bara svona
Eigið notalegan sunnudag
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.