Heillandi

Það er ábyggilega frábært að eiga "sumarhús" af þessu tagi.  Geta dólað inn á hvaða fjörð sem er, haft litlar tuðrur meðferðis og geta skroppið í land þegar hentar eða leikið sér á sjónum ef vill.  Ég heyrði einmitt í skútueiganda í dag,  hann á rúmlega 30 feta skútu á Ísafirði og sigldi nýlega -  reyndar á annarri frá Reykjavík og hingað  Vestur á firði.  Lýsti fyrir mér einstakri upplifun þegar hann sigldi út af Breiðuvík og Kollsvík í mikilli veðurblíðu.  Þar voru smáhveli að leik.  Eins sá hann stærðar beinhákarl synda þarna í rólegheitunum með galopinn kjaftinn enda á svifveiðum.  Já það virðist heillandi þetta skútulíf og gaman að heyra frásögn þessa manns af kostum þessa  enda hann alvanur,  búinn að eiga skútu  í fjölda ára og þekkir þetta því vel.

Hver veit nema að skútueign eigi eftir að verða almennari hér á landi í framtíðinni.

Það sakar auðvitað ekki að láta hamingjuóskir til eigenda nýrra skúta fylgja hér með Smile

 


mbl.is Stærsta skúta á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Vissulega er landið fallegt séð frá sjó...........ég er bara búin með þennan kvóta, átti bát um nokkurra ára skeið hér í den - þessa klassísku 8 metra báta sem tröllriðu öllu fyrir hátt í 20 árum - ég er bara svo skolli sjóveik að ég helst ekki við um borð í neinni fleytu.........úff, og því varð aldrei úr því að ég sigldi vestur eins og til stóð - ætluðum alltaf í Jökulfirðina að skoða ættaróðölin og forfeðraslóðir unganna minna.

Sendi þér bestu kveðjur (ekki í sjópósti ;-) )

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.