Ilmur af karrý og kókos
20.7.2008 | 14:45
Það er fátt skemmtilegra en að borða góðan mat í góðra vina hópi. Á borðinu m.a matarmikil fiskisúpa, ólívur, pestó, ostar, gott brauð og eðaldrykkur. Spjall, hlátur, kertaljós, tónlist eða bara fuglakvak og sjávarniður, allt eftir staðsetningu, aðstæðum og smekk.
Fiskisúpan:
1.l vatn
1 dl. hvítvín
lítill blaðlaukur - græni hlutinn
1-3 gulrætur
1 msk. tómatmauk
1 sellerístilkur
hvítlauksgeiri (ég nota 2)
1 tsk. Madras karrýduft
2 fiskiteningar
2 Maggý súputengingar
2 dl. rjómi
1 dós kókosmjólk
smjörbolla
humar, rækjur, hörpuskel, lax ýsa (þarf ekki allt af þessu)
1/2 rauð paprika í teningum og 1/ 2 búnt steinselja (smátt söxuð)
Grófsaxið grænmetið, steikt í smöri + karrý og tómatmauk. Sett í pott með vatni, hvítvíni, teningum og hvítlauk. Soðið í 15 mín. Bæta í kókosmjólk, salti, pipar og rjóma. Fiskurinn paprikan og steinseljan sett í og soðið í 2-3 mín.
Athugasemdir
mmmmmm, þessi súpa getur ekki annað en verið góð, bara ekki annaði í boði. Þessi uppskrift verður örugglega prófuð áður en langt um líður - fiskisúpur eru mjöööög ofarlega á uppáhaldsuppskriftalista mínum.
Takk fyrir að deila þessu með okkur.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.