Flóra Íslands
15.6.2008 | 14:54
Gráupplagt að nota svona daga til að fræða fólk, þ.m.t yngri kynslóðina um blómaflóru landsins. Ekkert víst svo sem að krakkar hafi áhuga á einhverjum blómaskoðunarferðum en maður skal auðvitað aldrei vanmeta áhuga krakka á hlutunum. Ég taldi mér einu sinni trú um það að þetta gæti verið skemmtilegt skoðunar og rannsóknarefni(veit reyndar að svo er). Stormaði með dóttur mína og bróðurdætur inn fyrir bæinn hérna um árið. Við týndum blóm og fórum með heim. Rýmdum borðstofuborðið og svo hófst rannsóknarvinnan. Flettum bók um Íslensk blóm til að finna þau sem við týndum. Svo var rannsóknarefnið sett á milli blaða og pressað í bók. Ég hef trú á að þetta lúri í minningunni hjá stelpunum og hafi vakið einhvern áhuga, -verði ekki bara ein af minningunum um skrýtin uppátæki mömmu/frænku
Dagur hinna villtu blóma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.