Gleðilega páska.

 

Páskakaka

Þessi jafnast á við stórt páskaegg.   

2 marengebotnar  í hvorn þarf 3 eggjahvítur(4 ef eggin eru lítil), 150 gr. púðursykur og 80 gr. hvítan sykur. Allt þeytt saman í dágóða stund þar til þetta er orðið létt.  Sett á smjörpappír og bakað við 150°c í klst.  Á milli : er 1/2 l.rjómi þeyttur og perur úr dós marðar saman við, - gott að hafa brytjað piparmyntusúkkulaði útí.   Ofan á:  er svo sett súkkulaðikrem: ca 2 eggjarauður, þeyttar vel, 3 matsk. flórsykur, brætt suðusúkkuðlaði ca 70 gr. og 3 dl þeyttur rjómi. (Í þessu kremi var ég ekki með uppskriftina við hendina en það var svona u.þ.b framangreint sem notað var ) -  Þessu er svo öllu blandað vel saman og kakan smurð.   Einfalt og þægilegt  sérstaklega hafi maður gert marengebotnana a.m.k deginum áður.  Verði ykkur að góðu.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þessa uppskrift leist mér vel á, Ætla að prófa hana við fyrsta tækifæri.

Heiður Helgadóttir, 23.3.2008 kl. 11:45

2 identicon

Vá ekkert smá girnileg kaka:) mmm, baka á næstu helgi:P

Þórunn:) (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 01:16

3 identicon

Takk fyrir commentin báðar tvær. Ég sleppti reyndar að hafa piparmyntusúkkulaðið á milli, alveg dísæt þessi bomba 

Anna (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 09:35

4 identicon

Ég er nú búinn að borða þessa köku og hún er virkilega góð!

Guðmundur Viðar (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 13:39

5 Smámynd: Anna

Takk fyrir það Guðmundur Viðar minn  kv. mamma

Anna, 31.3.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.