Fęrsluflokkur: Bloggar
Gagnleg sķša.
18.1.2009 | 15:07
Nżkomin śr ręktinni įkvaš ég aš kķkja į vef EAS. Mjög flottur og ašgengilegur vefur. Žarna er lišur sem heitir "žjįlfunarvideó". Alveg brįšsnišugt og hęgt aš sjį nokkrar ęfingar, hvernig į aš framkvęma žęr og į hvaša vöšva žęr virka. Skemmtilega uppsettar skżringar. Mér sem hįlfgeršum višvaningi finnst gott aš geta kķkt žarna inn og įttaš mig vel į hvaša ęfingar henta. Best vęri lķklega aš hafa einkažjįlfara en žetta hjįlpar og virkar hvetjandi į mig. Örugglega margir ķ sömu stöšu og ég ž.e langa til aš nį įrangri en finna fyrir óöryggi meš aš koma sér af staš gętu haft gaman af aš skoša žetta.
Hreyfing fęrir manni vellķšan, engin nż sannindi žar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Undir sömu sól.
12.1.2009 | 13:19
Ég fékk žessa óstjórnlegu löngun til aš tjį mig um fegurš skżjafarsins. Nśna žegar žetta er skrifaš er himininn einstaklega fallega blįr, grįhvķt skżin sem verša bleik viš jašrana af birtu sólarinnar sem er rétt handan fjaršarins aš manni finnst. Jį žaš er alltaf svo notalegt žegar daginn fer aš lengja ašeins. Hvert tķmabil og įrstķš hefur svo sem sinn sjarma. Žaš er ekki fariš aš sjį almennilega til sólar hérna hjį okkur žó aš tķminn sé kominn - en styttist ķ žį sjón.
Žaš er žvķ mišur ekki allt jafnfallegt og notalegt ķ henni veröld og löngun til aš tjį sig um fegurš skżjanna er lituš hugsunninni um įrįsir ķ ókunnu landi.
Verulega dapurlegt aš hlusta į hryllingsfréttir og hugsa til žess aš undir žessum sama himni og sömu sól sé fólk strįfellt įn žess aš nokkur viršist geta brugšist nógu hratt viš, til aš stöšva blóšsśthellingar.
Vonandi linnir žessum óhugnaši į Gazaströnd sem fyrst.
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Įhrifarķk pennastrik.
11.1.2009 | 08:50
Hśn veršur sķfellt erfišari varnarbarįtta fólks ķ litlum bęjum śti į landi. Žegar nišurskuršarhnķfurinn fer į loft viršist engu eirt. Lķtil pennastrik verša risastór og įhrifarķk. Tįkna breytingar og vanefndir löngu gefinna og endalaust frestašra loforša.
Nżjasta dęmi žess sem kemur beint viš okkur ķ minni sżslu er sameingin Heilbrigšisstofnanna. Įšur hafa t.d lögregluembętti žessara svęša veriš sameinuš. Samgöngumįlin į milli žessara sameinušu svęša eru nįttśrulega ķ algjörri steypu eins og flestir gera sér nś grein fyrir.
Į dögunum var meira aš segja veriš aš fjalla um peningaleysi til snjómoksturs į Hrafnseyrarheiši og mér fannst sį sem talaš var viš ķ fréttum komast vel aš orši. Žessi mašur hafši bošist til aš borga kostnaš viš moksturinn žar sem hann į hagsmuna aš gęta meš samskiptum frį Ķsafirši žar sem hann bżr og hingaš sušureftir. Hann talar um aš viš eigum nś skiliš aš fį aš hafa opiš hér į milli ašeins lengur en snjómokstursdagar segi til um og sér ķ lagi žegar haustiš sé nś fariš aš nį fram ķ janśar. Viš sem höfum nś keyrt žessar kattargarnir ķ rśm fimmtķu įr. Mér fannst žetta frįbęrlega oršaš hjį honum og segja žaš sem segja žarf um mįliš.
Ķ žessari grein į bb.is mį lesa mótmęli bęjaryfirvalda į nżjasta sparnašargjörninginn og žar er minnst į fleira žessu tengt. Ein launuš staša, hvort sem žaš er sżslufulltrśi, lögreglumašur, heilbrigšisstarfsmašur, bankamašur, jį hvaš sem er, hefur margfeldisįhrif - į bak viš eina stöšu er mjög lķklega fjölskylda meš börn ķ skóla. Ķ litlu bęjarfélagi hefur allt svona gķfurleg įhrif. Žaš munar svo sannarlega um alla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:54 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Allt ķ stķl !
7.1.2009 | 23:22
![]() |
Heilbrigšisstofnanir sameinast |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)
Skrżtnar įherslur.
7.1.2009 | 08:02
Į dögunum sį ég blaš frį Vegageršinni. Žetta er fréttabréf sem er gefiš śt reglulega og er sķšan į sķšasta įri. Ķ blašinu voru myndir af framkvęmdum sem unniš hefur veriš aš į įrinu 2008. Žarna sést mjög vel į mynd hvernig veriš er aš vinna aš vegtengingu noršursvęšis Vestfjarša og śt af Vestfjaršakjįlkanum. Séu žessar framkvęmdir hugsašar til aukinna samskipta innan Vestfjaršakjįlkans og žį į milli Ķsafjaršar og Baršastrandarsżslna, žį hef ég nįkvęmlega enga trś į aš žaš skili sér į žann veg gagvart hinum almenna ķbśa. Ķ mesta lagi aš starfsmenn einhverra stofnana sem hafa veriš (og verša hugsanlega) sameinašar njóti žess į sķnum feršum aš aka ašeins styttri leiš žegar Hrafnseyrar og Dynjandisheišar eru lokašar.
Žegar talaš er um aš efla Vestfiršina žį vildi ég gjarnan sjį okkur öll sem eina heild en farartįlminn er jś heišarnar hér aš vestanveršu, žvķ finnst mér žessi mynd sżna į mjög skżran hįtt kolrangar įherslur ķ vegagerš į Vestfjöršum til fjölda įra. Žaš skal tekiš fram sem fyrr aš göng til Bolungarvķkur eru undanskilin žessu įliti mķnu žar sem ég er mjög svo hlynnt žeirri framkvęmd.
Hér fyrir nešan sést umrędd mynd Vegageršarinnar (smelliš til aš stękka) en sé hśn ekki nógu skżr mį skoša hana hér undir lišnum Framkvęmdir į Noršvestursvęši.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Tilraunastarfssemi.
2.1.2009 | 10:00
Į žorlįksmessu boršum viš Vestfiršingar skötu og finnst flestum herramannsmatur eins og reyndar ę fleiri landsmönnum. Skötuveislur eru haldnar um allt land og žaš bara hiš besta mįl. Žvķ mišur er lyktin sterk en į móti kemur aš bragšiš er svo gott. Margir finna hjį sér gķfurlega žörf fyrir aš hnżta ašeins ķ okkur fyrir matarvenjur okkar, sem eru žó ekkert svo mikiš skrżtnari en annarra. Ég las t.d žennan pistil um venjur Vestfiršinga en kannast ekki viš žetta sem mašurinn lżsir žarna fyrir utan skötuna. Fyrstu višbrögš mķn voru pirringur en svo rjįtlašist hann nś af mér, óžarfi aš vera meš einhverja viškvęmni žó aš manni śr Vestmannaeyjum hafi ekki lķkaš matur ķ hśsi hér Vestur į fjöršum, lķt į žetta sem grķn. Žaš mį žó alveg segja aš viš séum engir gikkir Vestfiršingar. Ašeins aš öšru en skötunni, nefnilega refakjötsįti, sem hefur nś örugglega byrjaš sem tilraunastarfssemi og djók. Hér ķ bę er samfélag hinna mestu prakkara, skemmtilegur hópur sem kallar sig "Pottormana" . Žaš er hópur fólks sem hittist ķ sundlaugarpottunum og hafa blįsiš til żmissa uppįkoma ķ gegnum tķšina. Žau prófušu fyrir mörgum įrum aš elda refasteik og žaš var heilmikiš grķn ķ kringum žetta uppįtęki, heilu bįlkarnir ortir og efnivišurinn notašur t.d. į žorrablótum. Einhverjir pottormanna létu gera fyrir sig forlįta refaskinnshśfur, alveg ķ myndarlegri kantinum.
Nś var ég aš lesa žetta blogg. Ég hef nś tališ mig žokkalega fordómalitla hingaš til en ég veit hvaš žyrfti aš gerast til aš ég fengi mér bita af ref. Lżsingin er athyglisverš į eldamennskunni. Ég las allavega og hafši bara gaman af - žaš er alveg hęgt aš segja aš žaš sé allt til undir sólinni žegar kemur aš gourmet eldamennsku svo mikiš er vķst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólakortin
2.1.2009 | 00:42
Į hverju įri berast okkur fullt af jólakvešjum ķ kortaformi. Ég opna mķn ķ rólegheitum į ašfangadagskvöld og finnst žaš sérlega notalegt. Jólakortin hafa alltaf veriš eitt af žvķ fyrsta sem ég afgreiši fyrir jólin žó aš undantekningar hafi veriš örfįar į žeirri reglu į nęrri 30 įrum.
Ég held spes bókhald yfir kortamįlin meš ašstoš forlįta žar til geršar bókar sem fęst hjį Kvenfélagasambandi Ķslands og kostar skid og ingenting en endist ķ fjölda įra og gerir mikiš gagn. Ég tek engan séns į aš kortin varšveitist įr frį įri en geymi vel öll spes kort ž.m.t myndakort. Bókina hef ég notaš sķšan 1994 og sé ekki įstęšu til aš breyta žvķ enda komiš upp ķ vana, fljótlegt og žęgilegt.
Frķmerktum umslögum utan af kortunum žarf alls ekki aš henda og tilurš žessarar fęrslu minnar var nś eiginlega lestur bloggfęrslu Mörtu Helgadóttur sem bendir į hvaš mį gera viš umslögin utan af kortunum. Umslögin mį sem sagt senda til SĶK, Grensįsvegi 7, 108 Reykjavķk. En žaš er heimilisfang Kristnibošssambandsins. Lęt ykkur um aš lesa allt um žetta ķ fęrslu Mörtu. Mķn umslög hafa endrum og eins rataš žangaš ķ gegnum tķšina meš ašstoš fyrrum samstarfsmanns. Hvet ykkur sem viljiš lįta gott af ykkur leiša til aš gera žetta. Jólakortabókina mį svo nįlgast hjį Kvenfélagasambandinu s. 5527430
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:53 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Sķšasti dagur įrsins 2008.
31.12.2008 | 07:50
Ég hef aldrei bloggaš įšur į sķšasta degi įrsins, er nś frekar hugmyndasnauš. Hér er enginn ofurannįll į feršinni, hvaš žį mergjuš spį um žaš sem koma skal. Lęt Völvu Vikunnar žaš eftir, - landann žyrstir ķ spįna, sala blašsins viršist ķ hęstu hęšum žessa daganna, heyrist manni, Völvunnar vegna.
Žessi sķšasti fjóršungur įrsins hefur heldur betur veriš okkur Ķslendingum skrautlegur. Skrżtiš įstand og upplifun svo ekki sé meira sagt. Hvaš skyldu įramótaheitin fela ķ sér hjį žeim sem žau strengja ? Hugsanlega falla žau ķ skugga įramótabęna. Bęna um aš fólki takist aš komast ķ gegnum žęr žrengingar sem fyrirsjįanlegar eru og margir eru jafnvel löngu farnir aš upplifa. Fyrir liggur aš botninum sé ekki nįš, gķfurlegt atvinnuleysi og erfišleikar žvķ samfara eru žegar óumflżjanleg stašreynd.
Ķ einni lķtilli bloggfęrslu rśmast ekki allt sem mér bżr ķ brjósti gagnvart žvķ sem į daga okkar hefur drifiš į įrinu. Ég sem var aš sleppa oršinu um aš ég vęri frekar hugmyndasnauš. Žaš hefur svo sem aldrei veriš ętlun mķn aš tjį mig djśpt um eitt eša neitt į žessum vettvangi. Margt hefur vissulega veriš gott og skemmtilegt į įrinu - bęši hjį mér og öšrum - ekkert alslęmt žetta įr, sķšur en svo.
Ég strengi engin įramótaheit - heldur er ég örugglega ein af žeim sem leggst į bęn um aš okkur farnist vel sem žjóš, ég trśi žvķ reyndar stašfastlega aš okkur takist aš aš endurheimta viršingu og traust. Viš erum svo hörkuduglegt fólk og kunnum aš snśa bökum saman Ķslendingar. Ég hef į tilfinningunni aš įriš 2009 og yfirleitt nįnasta framtķš geti veriš stśtfull af spennandi tękifęrum. Af žvķ aš ég ber hag mķns bęjarfélags sérstaklega fyrir brjósti, hętti ég aušvitaš aldrei aš vona aš oršiš fólksfękkun verši sjaldgęfara orš ķ umfjöllun um mįlefni žess, - aš viš fįum tękifęri og berum gęfu til aš nżta žau. Ég er raunsę en um leiš bjartsżn aš ešlilsfari og hef stundum į tilfinnningunni aš nęsti dagur verši ęvintżri lķkastur, žaš sakar alls ekkert aš hugsa žannig.
Ég į mér einlęgan draum sem ég held išulega ķ minni bjartsżni aš sé um žaš bil aš rętast . Hugsanlega ER draumurinn bara aš rętast į hverjum degi, žaš mį lķka lķta žannig į mįlin, aš žessar žrengingar séu partur af honum, žrengingar geta veriš lęrdómsrķkar og žroskandi komist fólk heilt frį žeim. Ķ kverinu "Spįmanninum" segir m.a aš žjįningin sé leiš til frelsis. Lķklega heilmikiš til ķ žvķ.
Hjįlpsemi og umburšarlyndi, žolinmęši og nęgjusemi, eljusemi og žrautsegja, frumkvęši, bjartsżni og žor - allt naušsynlegt aš hafa ķ farteskinu inn ķ nżja įriš - megi okkur žjóšinni farnast vel
Ég fékk į dögunum sent žetta fallega ljóš eftir Kristjįn frį Djśpalęk. Žaš heitir "Mitt faširvor". Įgętt aš birta žaš hér og nś. Ég óska žeim sem nenna aš lesa žetta blogg mitt, gęfurķks og glešilegs įrs, žakka žeim sem ég žekki allt hiš lišna. (Kķktu endilega į myndirnar sem ég vķsa į fyrir nešan ljóšiš).
Ef öndvert allt žér gengur
og undan halla fer,
skal sókn ķ huga hafin,
og hśn mun bjarga žér.
Viš getum eigin ęvi
ķ óska farveg leitt,
og vaxiš hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Žar einn leit naktar aušnir,
sér annar blómaskrśš.
Žaš veršur, sem žś vęntir,
žaš vex, sem aš er hlśš.
Žvķ rękta rósir vona
ķ reit žķns hjarta skalt,
og bśast viš žvķ besta
žó blįsi kalt.
Žó örlög öllum vęru
į ókunn bókfell skrįš,
žaš nęst śr nornahöndum
sem nógu heitt er žrįš.
Ég endurtek ķ anda
Žrjś orš viš hvert mitt spor:
Fegurš, gleši, frišur-
mitt faširvor.
Ég vil benda į einstaklega fallegar vetrarmyndir śr Vesturbyggš į vef bęjarfélagsins, teknar af forseta bęjarstjórnar Ślfari Thoroddsen. Hvet ykkur til aš smella į myndirnar til aš stękka og skoša betur.
HÉR er slóšin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:06 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (3)
Svona er žetta bara !
30.12.2008 | 13:08
Žetta er nįkvęmlega žaš sem viš Vestfiršingar bśum viš enn žann dag ķ dag, hįlfri öld eftir aš sęmilega ökufęr vegur var geršur hér į milli Sušur og Noršursvęšis. Svona frétt fęr mér til aš lķša eins og fķfli meš sķšustu fęrslu mķna - aš vera yfirleitt aš halda og vona aš jaršgöng verši aš veruleika ķ nįnustu framtķš !! En ég ętla mér samt ekki aš hętta aš trśa žvķ aš įstandiš eigi eftir aš breytast, žį er eins gott aš setja tęrnar uppķ loft. Eins og ég hef margoft sagt žį hefur mašur skilning į žvķ aš ekki sé veriš aš moka žegar hęttuįstand er og leišinda vešur ķ ašsigi en žegar žaš eru hlżindi og fyrirstašan lķtil žį er žetta illskiljanlegt. Mér var sagt aš Orkubś Vestfjarša hefši lįtiš opna Hrafnseyrarheišina ķ gęr, žeir hafa lķklegast gert žaš į sinn kostnaš.
Hętt žessu röfli ķ bili, - njótiš dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)
Mašur mį ekki missa vonina.
29.12.2008 | 08:27
Ég held ķ vonina - aldrei aš gefast upp. Hér er žaš nżjasta sem ég veit af žessu mįli. Mér finnst žetta skipta Vestfiršina miklu mįli og kvika ekki frį žeirri skošun minni.
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (0)