Rafmagnsleysi

heyrir nú næstum sögunni til að verði skyndilega á björtu vorkvöldi.  Þó gerist það  einstsöku sinnum enn þann dag í dag og akkúrat í kvöld gerðist það að rafmagn fór af  í stilltu og fallegu veðrinu.  Reyndar í frekar stuttan tíma.   Veit svo sem ekkert hvað olli, orsakirnar fyrir útslætti eru  ýmsar eins og lesa má um hér á vef Orkubús Vestfjarða þar sem t.d í eitt sinnið var að  fugl, nánar tiltekið Hrafn sem  flaug  á, líklega einhverskonar víravirki með þeim afleiðingum að tilteknum línum sló út og blessaður Hrafninn lifði auðvitað  ekki stundinni lengur.

Að hafa rafmagnið í lagi þykir manni svo sjálfsagður hlutur að það gætir stundum pirrings þegar það fer.  Einstöku sinnum skemmir það tæki, sér í lagi ef það verður viðvarandi spennufall.  Það er nú sem betur fer mjög sjaldgæft að ég held og yfirleitt að það verði teljandi óþægindi v/rafmangsleysis.

Þegar rafmagnið fór í kvöld  hafði ég rétt lokið við að pikka inn heilmikinn texta hér í bloggfærslu en láðist að vista hann.  Hann hvarf því algjörlega og því verður ekki af því að sú færsla birtist þar sem ég er ekki með hana á takteinum lengur.  Þar minntist ég þó á að  dag var mér færð óvænt og skemmtileg gjöf.  Gjöfin er ljóðabókin "Kvöldganga með fuglum" eftir Matthías Johannessen.  Á næstu dögum læðist reyndar formlega á mig hærri aldurstala samkvæmt þjóðskrá en gjöfin tengist þeim tímamótum ekki á nokkurn hátt þar sem viðkomandi var þegar búinn að gefa mér fyrirfram gjöf af því tilefni.  (ég er nefnilega fordekruð alveg).  Bókin hefur m.a að geyma ljóðið Frétt og það skrifa ég hér með inn í annað skiptið og vona að rafmagnið tolli á meðan.  

 

Tjaldurinn er mættur,

nú mildast veður aftur

jafnvel maðkurinn hlakkar til

að sólin taki völdin

og veröldin hún breytist

og bregði lit á kvöldin

og vetrarskuggar flökti ekki

eins og feigðarnótt við þil, 

nú hverfur allur kvíði

og kolsvört nóttin víkur

fyrir deginum og sólin

hún sér nú loksins aftur 

handa sinna skil.

 

Og landið það er fagurt

með lauf sem fagnar því

að aprílgolur heilsa

með hvítum sólaryl

og lóan viðrar vængina

og vekur enn á ný

sitt vor með dírrindí,

nú kveikir blærinn aftur

sína kvíðalausu veröld

og vekur vatnamý

en það er líkt og lítið

langþráð spor

sé stígið inní útsaum guðs,

 

þetta yndislega vor.

 

 

Já fallegt ekki satt ?  Hann er smekkmaður á gjafir hann sonur minn Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.