Ys og ţys

Ţađ má svo sannarlega segja ađ ţađ sé ys og ţys í ţorpinu.  Sjómannadagurinn framundan og allar hendur á lofti viđ undirbúning.     Ţessi Sjómannadagshelgi verđur í engu frábrugđin ţeim fyrri, hingađ kemur mikiđ af fólki  og gist er  í hverju skoti enda er ţetta fyrir löngu orđin okkar bćjarhátíđ. Svoleiđis hátíđir lađa eđlilega  margt fólkiđ ađ sér enda mikiđ húllumhć . 

Nú verđur nýjung í uppákomuflórunni.   Ţorpinu hefur  veriđ skipt upp í Geirseyri og Vatneyri(eins og reyndar er gert) og  fćr hvor eyrin sinn litinn.  Geirseyrin bláan og Vatneyrin rauđan.  Bćjarbúar skreyta sjálfa sig og sitt umhverfi á sem frumlegastan hátt og međ ţeim lit sem tilheyrir ţeirra bústađ.  Hvor bćjarhlutinn um sig fer svo í skrúđgöngu og hittist á Friđţjófstorgi ţar sem uppákomur verđa frá báđum.  Ţađ verđur spennandi ađ sjá útkomuna og hvernig ţetta fellur í kramiđ.  Margir eru áhugasamir og hugmyndaflugiđ fćr örugglega ađ njóta sín.  Annađ ţađ helsta á döfinni er ađ íbúar tveggja gatna  bjóđa í súpu og kaffi, ţađ er markađur, músík, sýningar af ýmsum toga og fleira má nefna sem bođiđ er uppá ţessa helgina ađ ógleymdum dansleikjum ţrjú kvöld í röđ.  Kaffihlađborđ Kvenfélagskvenna er svo á sjálfan Sjómannadaginn ţar sem veisluborđiđ svignar af kaffimeđlćti ađ hćtti félagskvenna.

Á vefnum  www.patreksfjordur.is  má sjá dagskrána í heild sinni.

Stutt er síđan Skjaldborgarhátíđin var og tókst hún sérlega vel og allir ánćgđir ađ mér heyrist.  Veđriđ spilađi stóra rullu hátíđisdagana, ţađ var eins og best verđur á kosiđ á ţessum árstíma.  Ţađ var gaman ađ rölta í bíó hvenćr sem manni sýndist og veislur voru fyrir gesti og gangandi á tveim stöđum í bćnum.  

Nú ekki má gleyma kosningunum á síđustu helgi sem enduđu ţannig ađ skipt var um meirihluta hér í bć.  Ég veit ađ fólk á eftir ađ snúa bökum saman og vinna ađ hag bćjarbúa enda auđvitađ ekkert annađ í stöđunni.  Ć hávćrari raddir heyrast um ađ velja eigi fólk en ekki flokka í bćjarpólitík og ég get ekki annađ heyrt en ađ flestir skilji ţađ sjónarmiđ, kannski kemur ađ ţví í framtíđinni, aldrei ađ vita.

Já ţađ hefur mikiđ veriđ um ađ vera hér í ţorpinu.  Unniđ er af krafti í höfninni  og iđnađarmenn víđa ađ störfum fyrir íbúana viđ ađ lagfćra húsnćđi, ég man ekki eftir annarri eins  framkvćmdagleđi í mörg ár og er ţetta auđvitađ bara hiđ besta mál. Kannski finnst mér ţetta bara eitthvađ meira áberandi en áđur, ég skal ekki segja.

Ţađ er svo sannarlega ys og ţys um allt.  Eftir helgina pústar fólk líklega ađeins en svo heldur hver á vit sinna sumarćvintýra eins og gengur.

 

Horft af Sandodda

 

 

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband