48 klukkutíma á hlaupum.
25.5.2009 | 22:22
Ef hugsað er út í þetta og vegalengdin borin saman við leiðir sem maður þekkir þá gerir maður sér betur grein fyrir hversu ofurmannlegt afrek þetta er í raun.
Eftir því sem ég best veit byrjaði Gunnlaugur ekki að hlaupa fyrir alvöru fyrr en á miðjum aldri sem sýnir og sannar að það er aldrei of seint að byrja, - þó að fólk haldi sig nú bara við brot af svona vegalengd. Ekki á allra færi að fara með tærnar þar sem Gunnlaugur hefur hælana í þessum efnum.
Til hamingju með afrekið Gunnlaugur
Að berja sjálfan sig áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mig minnir að Gunnlaugur,sé þingeyingur,hann er með innbygðan loftkút í sér ég þekki það enda þingeyingur.Við þingeyingar komumst langt á loftinu,og það er ekki annað en hægt að bera lotningu fyrir þessu ofurmannlega þreki hans.
Númi (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 22:40
Sæll Númi, Gunnlaugur er uppalinn á Rauðasandi í Vestur Barðastrandarsýslu og ég veit að hann er Vestfirðingur í aðra ættina a.m.k. Það er hugsanlega bara Vestfirskur kraftur þarna að baki ....með fullri lotningu fyrir Þingeyska loftinu sem ég efast ekki um að sé tært og kraftmikið. En kannski að þetta sé bara íslenska fjallaloftið sem við erum öll svo heppin að hafa nóg af
Anna, 25.5.2009 kl. 23:11
Sagt er að viljinn sé allt sem þarf.
Rétt hugarfar með óbilandi einbeitingu er án efa ekki þýðingarminna.
Glæsilega gjört hjá Gunnlaugi.
Maðurinn er hetja.
Jenta (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 23:33
Þetta er alveg ótrúlegt afrek hjá honum.
Gunnlaugur er Vestfirðingur í föðurætt og Húnvetningur í móðurætt.
Guðný , 28.5.2009 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.