Framboðsmál
15.2.2009 | 10:08
Þessa dagana koma fram einstaklingar sem hyggjast bjóða sig fram á lista fyrir kosningarnar í vor. Það vekur athygli að á meðal þeirra sem bjóða sig fram til efstu sæta í Norðvesturkjördæmi eru þrír sem eru af sunnanverðum Vestfjörðunum. Svo skemmtilega vill til að þeir tengjast allir Tálknafirði.
Þarna ber fyrsta að telja Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur . Eyrún sem er búsett í Tálknafirði er starfandi sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps. Hún hyggur á forystusætið á lista Sjálfstæðisflokksins. Eyrún er vel að sér í málefnum kjördæmisins, hefur starfað að málefnum Vestfjarðanna og þ.m tjáð sig í ræðu og riti, og þá sér í lagi um málefni síns nánasta umhverfis þ.e Barðastrandarsýslu.
Ólafur Sveinn Jóhannesson býður sig fram í 1. - 2. sæti á lista Vinstri grænna. Ungur maður sem hefur látið að sér kveða - uppalinn hér fyrir vestan. Ólafur Jóhannes er nýlega fluttur frá Tálknafirði en hann þekkir vel til lífsins hér á svæðinu.
Þá er það Örvar Marteinsson sem hyggur á lista Sjálfstæðisflokksins. Eins og Ólafur Sveinn er Örvar uppalinn hér fyrir vestan þó að hann hafi nú lengsts af held ég búið á Snæfellsnesinu.
Fleiri hafa opinberað vilja sinn til setu á listum fyrir kjördæmið og spennandi að sjá hvernig endanleg uppröðun verður.
Eitt er víst að það er full þörf á að hrista aðeins upp í þessu öllu saman.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.