Áhrifarík pennastrik.

Hún verður sífellt erfiðari varnarbarátta fólks í litlum bæjum úti á landi.  Þegar niðurskurðarhnífurinn fer á loft virðist  engu eirt.  Lítil pennastrik verða risastór og áhrifarík.  Tákna breytingar og vanefndir löngu gefinna og endalaust frestaðra loforða. 

Nýjasta dæmi þess sem kemur beint við okkur í minni sýslu er sameingin Heilbrigðisstofnanna.  Áður hafa t.d lögregluembætti þessara svæða verið sameinuð.  Samgöngumálin á milli þessara sameinuðu svæða eru náttúrulega  í algjörri steypu eins og flestir gera sér nú grein fyrir.

Á dögunum var meira að segja verið að fjalla um peningaleysi til snjómoksturs á Hrafnseyrarheiði og mér fannst sá sem talað var við í fréttum komast vel að orði. Þessi maður hafði boðist til að borga kostnað við moksturinn þar sem hann á hagsmuna að gæta með samskiptum frá Ísafirði þar sem hann býr og hingað suðureftir.   Hann talar um að við eigum nú skilið að fá að hafa opið hér á milli aðeins lengur en snjómokstursdagar segi  til um og sér í lagi þegar haustið sé nú  farið að ná fram í janúar.  Við sem höfum nú keyrt þessar kattargarnir í rúm fimmtíu ár.   Mér fannst þetta frábærlega orðað hjá honum og segja það sem segja þarf um málið.  

Í þessari grein á bb.is má lesa mótmæli bæjaryfirvalda á nýjasta sparnaðargjörninginn og þar er minnst á fleira þessu tengt.   Ein launuð staða, hvort sem það er sýslufulltrúi, lögreglumaður, heilbrigðisstarfsmaður, bankamaður, já hvað sem er, hefur margfeldisáhrif - á bak við eina stöðu er mjög líklega fjölskylda með börn í skóla.  Í litlu bæjarfélagi hefur allt svona gífurleg áhrif.  Það munar svo sannarlega um alla.     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband