Skrýtnar áherslur.

Á dögunum sá ég blað frá Vegagerðinni.  Þetta er fréttabréf sem er gefið út reglulega og er síðan á síðasta ári.  Í blaðinu voru myndir af framkvæmdum sem unnið hefur verið  að á árinu 2008.  Þarna sést mjög vel á  mynd hvernig verið er að vinna að vegtengingu norðursvæðis Vestfjarða og út af Vestfjarðakjálkanum.  Séu þessar framkvæmdir hugsaðar til aukinna samskipta innan Vestfjarðakjálkans og þá á milli Ísafjarðar og Barðastrandarsýslna, þá hef ég nákvæmlega enga trú á að það skili sér á þann veg gagvart hinum almenna íbúa.  Í mesta lagi að starfsmenn einhverra stofnana sem hafa verið (og verða hugsanlega) sameinaðar njóti þess á sínum ferðum að aka aðeins styttri leið þegar Hrafnseyrar og Dynjandisheiðar eru lokaðar. 

Þegar talað er um að efla Vestfirðina þá vildi ég gjarnan sjá okkur öll sem eina heild en farartálminn er jú heiðarnar hér að vestanverðu, því finnst mér þessi mynd sýna á mjög skýran hátt kolrangar áherslur í vegagerð á Vestfjörðum til fjölda ára.  Það skal tekið fram sem fyrr að göng til Bolungarvíkur eru undanskilin þessu áliti mínu þar sem ég er mjög svo hlynnt þeirri framkvæmd.

Hér fyrir neðan sést umrædd mynd Vegagerðarinnar (smellið til að stækka) en sé hún ekki nógu skýr má skoða hana hér  undir liðnum Framkvæmdir á Norðvestursvæði.

 

Mynd frá Vegagerðinni

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.