Tilraunastarfssemi.

Á þorláksmessu borðum við Vestfirðingar skötu og finnst flestum herramannsmatur eins og reyndar æ fleiri landsmönnum.  Skötuveislur eru  haldnar um allt land og það bara hið besta mál. Því miður er lyktin sterk en á móti kemur að bragðið er svo gott.   Margir finna hjá sér gífurlega þörf fyrir að hnýta aðeins í okkur fyrir matarvenjur okkar, sem eru þó ekkert svo mikið skrýtnari en annarra.   Ég las t.d þennan  pistil um venjur Vestfirðinga en kannast ekki við þetta sem maðurinn lýsir þarna fyrir utan skötuna.  Fyrstu viðbrögð mín voru pirringur en svo rjátlaðist hann nú af mér, óþarfi að vera með einhverja viðkvæmni þó að manni úr Vestmannaeyjum hafi ekki líkað matur í húsi hér Vestur á fjörðum, lít á þetta sem grín.   Það má þó alveg segja að við séum engir gikkir Vestfirðingar.  Aðeins að öðru en skötunni, nefnilega refakjötsáti, sem hefur nú örugglega byrjað sem  tilraunastarfssemi og djók.  Hér í bæ er samfélag hinna mestu prakkara, skemmtilegur hópur sem kallar sig "Pottormana" . Það er hópur fólks sem hittist í  sundlaugarpottunum og hafa blásið til ýmissa uppákoma í gegnum tíðina.   Þau prófuðu fyrir mörgum árum að elda refasteik og það var heilmikið grín í kringum þetta uppátæki, heilu bálkarnir ortir og efniviðurinn notaður t.d. á þorrablótum.  Einhverjir pottormanna létu gera fyrir sig forláta refaskinnshúfur, alveg í myndarlegri kantinum.   

Nú var ég að lesa þetta blogg.  Ég hef nú talið mig þokkalega fordómalitla hingað til en ég veit hvað þyrfti að gerast  til að ég fengi mér  bita af ref.  Lýsingin er athyglisverð á eldamennskunni.  Ég las allavega og hafði bara gaman af - það er alveg hægt að segja að það sé allt til undir sólinni þegar kemur að gourmet eldamennsku svo mikið er víst Sick 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Neðarlega í þessum pistli mínum stendur:

" Ég hef nú talið mig þokkalega fordómalitla hingað til en ég  veit hvað þyrfti..... "    Þarna á að sjálfsögðu að standa " ég veit ekki  hvað þyrfti ......".

Nú er eitthvað að í blogginu og   eins og er  kemst  ég ekki inn í færsluna sjálfa til að laga þetta, þannig að þá bjargar maður sér fyrir horn með þessari athugasemd

Anna, 2.1.2009 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.