Göngum viđ í kringum einiberjarunn....

Hefđ er orđin fyrir ţví hér í bć ađ Kvenfélagiđ og Lions bjóđi fjölskyldum  á jólaball  í Félagsheimilinu og á ţví var engin undantekning nú.  Verkaskipting viđ undirbúning er í nokkuđ föstum skorđum, viđ konurnar sjáum um ađ leggja á borđ, eldum súkkulađi og fleira sem snýr ađ ţeirri deildinni.  Lionsmenn sjá um ađ koma jólatrénu fyrir í miđjum salnum  og skreyta ţađ og fleira í salnum. 

Nú er gaman ađ segja frá ţví ađ í ţetta sinn var tréđ ćttađ héđan úr bćnum, nánar tiltekiđ úr skógrćktinni fyrir ofan Sjúkrahúsiđ en ţar var kominn tími til ađ grisja í ţeim myndarlega skógi og upplagt tćkifćri ađ gera ţađ nú.   Ţađ var nú dálítiđ moj ađ koma trénu fyrir sem var ađeins of hátt.  En ţá deyja menn nú ekki ráđalausir og einn  kattliđugur  fór upp í stiga og sagađi af trénu - málinu reddađ. (Mér svona lofthrćddri  fannst mađurinn auđvitađ  bara algjör ofurhugi).   

Viđ bárum  út  auglýsingar í hvert hús  -  bćđi á íslensku og pólsku ţar sem nokkuđ er af póslkumćlandi fjölskyldum hér.  Brćđur skipuđu hljómsveitina sem spilađi á ballinu, ásamt tveimur systrum  sem sungu.   Jólasveinarnir voru auđvitađ mćttir, níu ađ tölu.  Sumir mjög stórir og ađrir minna stórir, eins og gengur.  Hressir og kátir karlar eins og vćnta má.

Ţađ er alltaf vođa upplifelsi hjá smáfólkinu ađ koma í sínu fínasta pússi  á jólaball, dansa í kringum jólatréđ, hitta jólasveinana og fá nammi í poka.   Sérstök stemming alveg,  ţó ađ ekki sé nú  öllum sama um lćtin í ţessum körlum.   Eftirvćntingarsvipurinn er óborganlegur á andlitum barnanna ţegar fréttist af ţví ađ ţeir séu ađ koma í hús.  Ţá upphefst hamagangurinn, og margir ţenja raddböndin eins og ţeir lifandi geta.   Ţađ eru alltaf einhverjir sem  halda sig til hlés en ađrir eru ćstir í ađ komast sem nćst ţeim,  halda fast í stafinn hjá sveinunum og/eđa leiđa ţá í kringum jólatréđ.   Á ţessum tíma er svo kćrkomiđ ađ sjá loksins ţessi karlagrey sem eru búnir ađ vera svo góđir ađ gefa í skóinn marga daga desembermánađar Smile 

Sem sagt ljómandi vel lukkađ jólaball hér eins og alltaf.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţađ liggur viđ ađ ég skreppi vestur á jólaball.....svona til ađ ganga kringum jólatréđ.  Stella frćnka hóf ađ gróđursetja fyrir ofan sjúkrahúsiđ og hélt ţví ótrauđ áfram međan kraftar dugđu og viđ vorum gjarnan međ í ţví verki, sennilega byrjađi hún á ţessu 1957 á ţví herrans ári sem ég skaust í heiminn og hún ađ byrja ađ vinna í eldhúsinu á spítalanum.  Mér finnst ţađ góđ tilhugsun ađ nú skuli vera heimarćktađ jólatré á jólaballinu ykkar.

Bestu kveđjur og góđa skemmtun,

Sólveig

Sólveig Ara (IP-tala skráđ) 28.12.2008 kl. 22:59

2 identicon

Takk fyrir ţetta Sólveig - gaman ađ vita ţetta međ gróđursetninguna.  Ţetta er nefnilega orđinn hinn myndarlegasti skógur.  Ég held meira ađ segja ađ fleiri ljósum prýdd tré hérna í bćnum  séu ćttuđ úr ţessum skógi ţetta áriđ.

Bestu kveđjur, Anna

Anna (IP-tala skráđ) 28.12.2008 kl. 23:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband