Jólahįtķšin.
23.12.2008 | 21:21
Gott fólk - žį er jólahįtķšin aš ganga ķ garš og bara örstutt sķšan viš pökkušum jólaskrautinu nišur sķšast. Sé horft til baka hefur margt drifiš į daga okkar, bęši ķ lķfi og starfi į einu įri, eins og gengur. Lķfiš er fullt af óvęntum uppįkomum sem viš getum oftast nżtt okkur į skemmtilegan og uppbyggilegan hįtt. Sumu rįšum viš alls ekki yfir sem višrist óyfirstķganlegt vandamįl aš glķma viš en žį hjįlpar aš hafa jįkvętt hugarfar og įkvešiš ęšruleysi aš leišarljósi. Žaš įstand sem nś rķkir ķ žjóšfélaginu veršur verkefni nęstu missera aš glķma viš og svo sannarlega veitir okkur ekki af aš bretta upp ermar, snśa bökum saman og hvaš eina til aš nį sigri. En viš erum sterk, dugleg og kjarkmikil Ķslendingar og höfum eflst viš hverja raun.
Ķ kringum hįtķšir sem žessa ber mikiš į hinni mannlegu samkennd, viš veršum eitthvaš svo įžreifanlega vör viš ójöfnušinn į mešal fólks. Žaš eiga allir aš vera svo glašir, hressir, eignast žetta og hitt - en žvķ mišur eru margir žannig staddir sökum veikinda og fįtęktar aš žaš er bara ekki ķ boši. Margvķslega hjįlp er mögulegt aš fį en žaš eru ekki nęstum allir sem hafa möguleika į aš nżta sér frambošna ašstoš.
Okkur ber skylda til aš lķta til žeirra sem eiga um sįrt aš binda,- hjįlpa ef viš mögulega getum. Hugleiša og žakka fyrir žaš sem viš höfum en er ekki sjįlfgefiš.
Ég hugsa til žeirra sem standa ķ žeirri barįttu aš finna lausn į žeim gķfurlega vanda sem viš okkur žjóšinni blasir. Ķ mķnum huga er enginn öfundsveršur af žvķ streši. Óska žessu fólki bara velfarnašar og vona aš žeim takist ętlunarverk sitt sem ég reikna meš aš sé vinna unnin af heilindum.
Ég óska ykkur glešilegra jóla og farsęldar į komandi įri. Bloggvinum sendi ég sérstakar jólakvešjur og vona aš hinn andlegi seimur verši ykkur rķkulegur į nżju įri og fylli hinn lifandi brunn sem birtist svo ķ frjóum og skemmtilegum skrifum okkur hinum til įnęgju.
Farin ķ jólafrķ Njótiš jólahįtķšarinnar.
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.