Skötuveisla
22.12.2008 | 23:49
Það er eftirvænting í loftinu, hin árlega skötuveisla fjölskyldunnar framundan, haldin eins og alltaf, á heimili móður minnar. Skemmtileg áralöng hefð - ilmurinn af skötunni fyllir vitin og bragðið ómótstæðilega gott. Skatan er borin fram með mörfloti, kartöflum og rúgbrauði. Mörgum finnst skatan best sem kæstust en þarna segi ég nú að allt sé best í hófi - þó vil ég alveg hafa hana í sterkari kantinum. Á Þorláksmessu kippir sér enginn upp við skötulykt af fólki, síður en svo - hún er hvort er eð nokkuð fljót að hverfa. Annar fiskur er soðinn fyrir allra mestu gikkina sem enn hafa ekki treyst sér í skötuátið. Þannig að það er ekki svo að ekki sé fullt tillit tekið til allra í partýinu.
En sem sagt - flottur dagur á morgun - skötuilmur, rjúpnahantering, jólaskreytingar og fleira gott.
Eigið notalegan Þorláksmessudag, þið sem nennið að kíkja hingað inn
Athugasemdir
:) njóttu skötunnar á morgun og ég er sammála þér, ég vil hafa hana líka smá kæsta. Bið að heilsa öllum í veislunni;)
Þórunn Sigurbjörg (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:20
Kæra Anna,
Skatan er ómissandi á Þorláksmessu og best bara kæst (ekki söltuð og kæst). Ætla að snæða skötu í kvöld með fjölskyldunni minni heima hjá Eygló.
Bestu jólakveðjur til ykkar.
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.