Rausnarlegt boð.
16.12.2008 | 00:22
Það er ekki á hverjum degi sem hingað kemur þekkt listafólk. En Patreksfjarðarkirkja hefur undanfarin nokkur ár boðið uppá tónleika einhvers þekkts listafólks fyrir jólin. Fyrirtæki hér í bæ styrkja kirkjuna við að gera þetta boð að veruleika. Ég fór sem sagt í kirkjuna í síðustu viku og hlustaði á söngvarann Pál Rósinkrans. Hann var mættur með píanóleikarann og Gospelkórstjórnandann flinka, Óskar Einarsson. Rafmagnsleysi varð til þess að tónleikunum seinkaði örlítið en hélst svo inni eftir það. Þeir félagar buðu uppá fjölbreytt lagaval. Skemmtilegir og líflegir tónleikar á meðan úti geysaði stormurinn. Mér fannst hann taka þetta lag, Blues lagið Hoochie, Coochie Man á flottan hátt og af mikilli innlifun. Já maður þakkar auðvitað bara fyrir svona uppákomur sem krydda bæjarlífið svo um munar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.