11.12.1983
11.12.2008 | 07:04
Fyrir rúmum 25 árum síðan var ég í hinum mestu rólegheitum að stússast heima hjá mér og taldi mánuðinn verða eins og hvern annan þannig lagað séð. Átti að eignast barn 8. janúar og hlakkaði auðvitað mikið til. Einhver undirbúningur var farinn að eiga sér stað bara svona eins og að viða að sér taubleyjum og fatnaði fyrir litla barnið. En atburðarásin varð ekki eins og ég reiknaði með heldur var ég flutt til Reykjavíkur í sjúkravél og hafði verið á Landspítalanum í viku þegar frumburðurinn leit dagsins ljós þ. 11. desember. Ég eignaðist heilbrigðan og fallegan son sem vó heilar 12 merkur þrátt fyrir að birtast mánuði fyrir tímann - sem ég held að teljist nokkuð. Við komum svo heim þ. 18. desember og gátum aldeilis haldið jólin gleðileg í faðmi fjölskyldunnar.
Á þessu ári 1983 vorum við nokkrar jafnöldrur fæddar hér á Patreksfirði sem áttum stráka. Skemmtileg tilviljun og þeir allir fæddir á síðustu þremur mánuðum ársins.
Góður dagur og til hamingju elsku Guðmundur Viðar minn
Í kvöld mun svo Páll Rósinkrans syngja í Patreksfjarðarkirkju og ég hlakka til að mæta þar og hlusta á eina af flottustu karlasöngröddum landsins.
Athugasemdir
Til hamingju með drenginn þinn. Þessir drengir eru að ná okkur í aldri , hvernig stendur á þessu ?
Ruth (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 13:22
Heil og sæl Anna mín,
Innilega til hamingju með drenginn þinn, finnst þér ekki stutt síðan?. Ég held að það sé ættlægt að eiga drengi í desember , þú áttir þinn dreng, ég átti minn dreng og mamma sinn...hehe þetta er eitthvað dularfullt. Dásamlegar jólagjafir sem við fengum allar og allar hinar desember mömmurnar líka.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:51
Sælar báðar tvær og takk fyrir kveðjuna. Jú Sólveig - mér finnst stutt síðan og eins og Ruth bendir á þá dregur óðum saman með okkur í aldri . Ástæðan er auðvitað bara almenn lífsgleði og andlegur þokki , er þetta ekki bara fínasta skýring stelpur ?
Anna, 12.12.2008 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.