Í ađdraganda jóla
7.12.2008 | 10:59
Ţađ er aldrei eins mikiđ ađ gera eins og í desember. Á hverju ári heyrist tal um ađ í byrjun desember sé nú best ađ sem flest viđ undirbúning jólanna sé frá svo ađ ţađ sé hćgt ađ njóta alls ţess sem bođiđ er uppá í mánuđinum. Kannski tekst einhverjum ađ vera svo skipulögđum ađ geta bara dúllast í desember. Ţetta er ekki svona hjá mér og ég hef enga trú á ađ ţađ breytist úr ţessu. Ţađ örlađi á jólastressi í gćr en ţađ nćr ekki ađ skjóta rótum sem betur fer. Mér hefur tekist ađ halda jólin hátíđleg hingađ til og svo verđur líka í ár. Fór ađ baka og ţađ er nú aldeilis róandi
Hér í mínum litla góđa bć er heilmargt í bođi nú í desember. Leynivinaleikurinn sem ég tala um í síđustu fćrslu stendur sem hćst og virđist vera ađ lukkast vel. Sumir hjálpast ađ viđ ađ koma sendingum til leynivina og ţađ eru heilmiklar pćlingar í kringum ţetta mál. Bara gaman ađ ţessu. Karlakórinn Vestri hélt tónleika í kirkjunni í gćr. Nýstofnađur og ótrúlega góđur. Kvenfélagiđ hélt sitt árvissa matarbingó en allur ágóđi ţess rennur í sjóđ sem félagiđ úthlutar úr til ađ létta undir međ einstaklingum hér í bć. Löng hefđ fyrir ţessu bingói og ađsóknin góđ, vinningarnir flottir matarpakkar sem er ekki slćmt ađ fá svona rétt fyrir jólin.
Kl. 17:00 í dag er svo ađventukvöldiđ í kirkjunni. Ţar verđur kórsöngur og fl. - alltaf hátíđleg stund. Í nćstu viku hittast kvenfélagskonur og baka laufabrauđ - laufabrauđ eru ómissandi alveg međ hangikjötinu. Félög og vinnustađir međ uppákomur - já alveg heilmikiđ ađ gerast í des. hér á Patró eins og víđast hvar.
Annars er veruleg bloggleti á ferđinni ţessa dagana enda um nóg annađ ađ hugsa.
Egiđ notalega daga framundan
Athugasemdir
kvitt kvitt... til hamingju međ Guđmund á morgun ;) Hlakka til ađ sjá ykkur.
knús :*
Jónína (IP-tala skráđ) 10.12.2008 kl. 23:11
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.