45 ár frá Surtseyjargosi.

Þennan dag  árið 1963 hófst eldgos á hafsbotni suðvestur af Vestmannaeyjum - Surtseyjargosið.  Þar sem áður var 130 metra dýpi varð til eyja sem nefnd var Surtsey.  Gosið stóð með hléum í þrjú og hálft ár, fram í júní 1967 og mun vera með lengri gosum frá upphafi Íslandsbyggðar.  Surtsey var stærst 2,7 ferkílómetrar en hefur minnkað um nær helming.  Þetta kemur fram í bók sem ég skoða stundum og hef áður vitnað í, Dagar Íslands í samantekt Jónasar Ragnarssonar.

Ég er ein af þeim sem kíki af og einstöku sinnum  á skjálftakort Veðurstofunnar og man hvernig það leit út dagana fyrir síðasta skjálfta af stærri gerðinni á Suðurlandi.  Gaman að geta skoðað þetta á svona einfaldan hátt inná www.vedurstofan.is .

Jarðskjálftakort

 

Tíminn flýgur og strax komin helgi - vona að þið eigið notalegt helgarfrí  Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég kíki á kortið næstum daglega.

Jörðin okkar er lifandi.

Marta Gunnarsdóttir, 15.11.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Guðný

Ég kíki líka oft á þetta kort.

Sumarið 1965 var ég farþegi um borð í Gullfossi á leið til Skotlands og var siglt fram hjá Surtsey.

Guðný , 17.11.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband