Það kemur allt með kalda vatninu.

Mín upplifun af þjónustu Símans er á undanförnum árum eins og að horfa á snigil og ég hef stundum eytt of miklu púðri í að láta þetta pirra mig.   Það kom mér verulega á óvart þegar númerið 8007000 stóð á gemsanum mínum í fyrrakvöld.  Hvað skyldu þeir vilja mér  hugsaði ég og svaraði.  Jú, það var verið að bjóða uppá heimsókn tæknimanns til að setja upp myndlykil í þeim tilgangi að efla þjónustuna og með hvaða hætti var útskýrt nákvæmlega fyrir mér af mjög svo kurteisum ungum manni.   Á meðal þessa nýja  var nokkuð sem ég hef fyrir löngu notfært mér  á höfuðborgarsvæðinu en það er sá möguleiki að leigja mynd, sem er nokkuð sem mér finnst frábær þjónusta og eins að geta náð í þætti sem hafa verið sýndir fyrir einhverju síðan til að horfa á. 

Fyrir þó nokkru síðan afréð ég að hringja í 8007000 (sem er auðvitað afrek út af fyrir sig að leggja á sig biðtímans vegna) til að kanna hvenær von væri á þessari þjónustu hingað á suðursvæði Vestfjarða og svarið var "að það yrði nú ekki alveg strax" (Mér leið eins og ég væri á Svalbarða). Símtalið í fyrrakvöld segir mér hinsvegar að þetta sé að gerast fyrr en "ekki alveg strax" og ég er auðvitað ægilega ánægð með það. 

Ég losna líklega við "þjónustusímanspirringinn", vonandi varanlega eftir þetta útspil þeirra.  Já það þarf stundum ekki mikið til að gleðja mann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný

Margir af þessum úthringjurum vita ekki einu sinni hvar Patró er.

Þessi auglýsing frá símanum er oft búin að pirra mig.

Kv. Guðný

Guðný , 8.11.2008 kl. 10:09

2 identicon

Hæ, hæ, Anna.

Dásamleg stúlka frá Símanum hringdi til mín og bauð mér þvílíka þjónustu og úrval sjónvarpsefnis að ég sé ekki fram á annað en nú verði maður að taka á honum stóra sínum og hætta að sofa eða taka frí úr vinnunni, þ.e. ætti ég að njóta allra þessarra gæða.

En svakalega fannst dásamlegu stúlkunni kellingin vera treg.

Þetta var bráðfyndið símtal, gæti hugsað mér að fá annað slíkt. Myndi njóta þess enn betur og  taka meiri tíma frá seljandanum en í hið fyrra skiptið.

Hafðu góðan dag.

Jenta (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:49

3 Smámynd: Anna

Takk  fyrir þetta báðar

Anna, 9.11.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband