Þetta er afslappandi.

Það er gaman að hafa eitthvað á prjónunum og mjög afslappandi að prjóna, reyndar á það við um flesta handavinnu.  Kíkti í sumar í eina smekklegustu garnbúð sem ég hef komið í lengi, Tóbúðina á Tvöreyri( á Suðurey Færeyja).  Allt til alls og smart sýnishornin af prjónuðu hangandi uppi.   Þar féll ég fyrir blaði með Færeyskri hönnun úr garni frá Navia.  Fór út með uppskrift og það sem til þurfti í fallegan kjól.  Því miður er heimasíðan hjá Navia  í vinnslu en ég vona að hún verði fullgerð fyrr en seinna.  Þetta mjúka garn er hægt að fá hér á landi og auðvitað  í garnbúðinni hér á Patró sem er eins og allir vita hálf Færeysk. 

Ekki síður en Íslendingar eru Færeyskar konur miklar handavinnukonur og fræg er peysan sem Sofie Grabröl var í þegar hún lék lögreglukonuna í framhaldsþáttunum Glæpnum sem sýnd  var á RUV.  Sú peysa er að því er ég best veit hönnuð af Guðrún og Guðrún sem er merki Færeyskra kvenna sem hanna og prjóna flotta flíkur.

DSC00484[1]
Manni heyrist prjónaskapur og handverk allskonar verða mjög  "inn" fyrir þessi jól.  Það hefur reyndar lengi verið  þannig svona í bland a.m.k og bara skemmtilegt -  enda handverk allskonar frábær,  persónuleg gjöf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Anna,

Já prjónaskapur er svo sannanlega afslappandi - gleymdi mér í gærkvöldi og sat og prjónaði þar til á þriðja tímanum s.l nótt, var að byrja á nýrri peysu eftir að vera búin að klára barnapeysu og 2 húfur og sokka Í Hveragerði er komin meiri háttar góð garnverslun - sú verslun var áður í Garðabæ en það er Hannyrðabúðin sem var á Garðatorgi. Ma........ma.....ma fellur nú bara í stafi þegar inn er komið það er svo gaman að gramsa i svona búð - þetta eru einu búðirnar sem mér finnst gaman að koma í. Útsaumurinn er líka frábær dægrastytting og ég er með slatta þar líka sem þarf að drífa í.

Bestu kveðjur vestur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 18:49

2 identicon

Maður á kannski eftir að kíkja í þessa Sólveig næst þegar farið verður um Suðurlandið.  Þú ert greinilega afkastamikil í prjóninu, ekki að spyrja að því.    Ég telst ekki til afrekskvenna í handavinnu - gríp í þetta af og til, en nú stefnir í að nefndur kjóll klárist  fyrir jól

Anna (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 18:59

3 identicon

Dugnaður:)
 

Þórunn :) (IP-tala skráð) 2.11.2008 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband