12. október 2008

Ekkert sérstakt blogg hér á ferð en smá upptalning á atburðum tengdum þessum degi.

Þennan dag árið 1581 var vopnadómur kveðinn upp á Patreksfirði.  Samkvæmt honum áttu allir menn á Íslandi að eiga vopn.  Dómurinn komst aldrei í framkvæmd nema á Vestfjörðum. 

12. október árið 1949 ók fyrsta bifreiðin um Óshlíðarveg og opnaðist þar með landleiðin á milli þessara staða.  Ökumaður var Sigurður Bjarnason alþingismaður en meðal farþega voru Einar Guðfinnsson og Hannibal Valdimarsson.

Árið 1918 gaus Katla eftr 58 ára hlé.  "Ægilegur gufustrókur teygði sig lengra og lengra upp að fjallabaki og loks hljóð jökullinn með eldgangi miklum, vatnsflóði og jöklaburði fram yfir Mýrdalssand til sjávar," segir í lýsingu Gísla Sveinssonar sýslumanns.  Gosið stóð til 4. nóvember.

Árið 1962 Var kvikmyndin 79 af stöðinni frumsýnd í Háskólabíói og Austurbæjarbíói í Reykjavík.  Hún var gerð eftir skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar.  Aðalleikarar voru Kristbjörg Kjeld, Gunnar Eyjólfsson og Róbert Arnfinnsson.

Ofangreint hef ég upp úr bókinni "Dagar Íslands" (samantekt Jónasar Ragnarssonar).

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Katla gamla á því 90 ára gosafmæli í dag - vona að hún haldi sinni ró á þessum degi og sem allra lengst - það væri þokkalegt eða hitt þó heldur ef hún gerði alvöru úr öllu saman og ofanálag við kryppuna.

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Arad (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 11:55

2 identicon

Það er vel þegið að nú bætist ekkert frekar við áorðin ósköp.

Getum við treyst því, - tæplega. Skulum vona hið besta.  

Jenta (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 19:34

3 Smámynd: Guðný

Gamall maður sagði mér að hann hefði verið á leið yfir Kleifaheiði þegar Katla gaus og bjarminn hefði sést hingað vestur.

Guðný , 12.10.2008 kl. 20:11

4 identicon

Takk fyrir athugasemdirnar - ég vona nú að landið okkar hafi hægt um sig á meðan við glímum við afleiðingar mannanna verka.

Anna (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.