Bleikt.

Stórskemmtileg hugmynd að lýsa byggingar upp með bleika litnum og minna með þessum hætti á árveknisátakið um brjóstakrabbamein.  Fyrir stuttu gekk ég í húsin ásamt fleirum hér. Reyndar var selt  um allt land í þessu átaki sem var til styrktar Krabbameinsfélaginu.  Við seldum  lyklakippur, penna og buðum bleikt varagloss.   Í hverju húsi var manni vel tekið enda málefnið eitthvað sem fólk styrkir með mikilli ánægju, flestar fjölskyldur hafa kynni af vágestinum krabbameini.  Glossinn var ættaður úr átakinu "Á allra vörum" sem fór af stað  til styrktar Krabbameinsfélaginu til kaupa á röntgenbúnaði sem greinir betur brjóstakrabbamein en hægt hefur verið fram að þessu.  Glossinn rann alveg út og má segja að hann sé kominn á allra varir. 

Á allra vörum.
Nú er verið að selja bleiku slaufuna í tveimur skartgripum.
Bleika slaufan
Góð hugmynd.

 


mbl.is Kópavogskirkja lýst bleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband