Lofsvert framtak.

Í Sjóræningjahúsinu  hér á Patró hefst í dag kl. 16:00  nýr liður í starfseminni.   Þá verður lesið fyrir börnin.  Þetta er algjörlega brilliant framtak og góð viðbót í helgardagsrká barnanna og örugglega ekki síður lesarana sem gera þetta væntanlega af mikilli ánægju. 

Annað sem vakti ánægju mína að sjá og það var nokkuð sem datt inn um bréfalúguna hjá mér á dögunum.  Það var segull sem hægt er að festa á ískápinn ef fólk kærir sig um.  Þarna má sjá opnunartíma bókasafnsins hér á Patreksfirði.  Í vetur er það sem sagt opið fyrstu þrjá daga vikunnar frá 14:00 - 18:00 og á fimmtudögum frá 19:30 - 21:30.

"Heyrðu, mannstu nokkuð hvenær bókasafnið er opið ?" heyrist væntanlega sjaldnar héðan í frá Wink

Eigið annars góða helgi gott fólk.

Nú er verið að smala víða um land og héðan fóru tveir mér skyldir til Dýrafjarðar í smölun í gær.  Sumum finnst ómissandi að komast í smalamennskuna - gangi ykkur vel strákar - vona að heimtur verði góðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Einstöku sinnum gerist það að þegar ég er að setja inn mynd í færslu, gefur kerfið til kynna að færslan sé komin inn en hún birtist svo ekki í færslunni þó að hún sé komin hér til hliðar í Nýjustu myndir.  Myndin af bókasafnsseglinum er sem sagt hægra megin í þessum reit.  Ég veit svo ekki hvort þetta virkar þannig að myndin muni detta inná færsluna síðar en það kemur þá bara í ljós.

Anna, 27.9.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband