Sæt þróun
26.9.2008 | 08:32
Það má segja að þróun matarvenja sé sæt og oftar en ekki óholl. Áhugavert að skoða þessi mál og hvað neysluvenjur hafa breyst í gegnum árin þó að ég ætli ekki að fara út í tímafreka og djúpar spegúlasjónir hér - ég eyði svo sem aldrei svo miklum tíma í bloggfærslur.
Þegar mæðurnar voru mest heimavinnandi var rútíneraður matur og kaffi. Maður skaust heim að drekka og þá var oftar en ekki tilbúinn diskur með smurðu brauði á borðinu, jólakaka (sand eða marmara ef maður var heppin) og oftar en ekki kleinur. Svo var fiskur mun oftar á borðum þá en nú, ódýrari og aðgengilegri. Að vísu minna af grænmeti og ávöxtum en nú er. Á heimili þar sem ég eyddi oft sumrunum á var mjólkin beint úr kúnni og oft rjóminn ofaná. Þessu þótti mér erfitt að koma niður en lét mig hafa það. Ég varð að borða smurða brauðsneið áður en ég fékk mér sætt brauð. Þegar ég lít til baka þá hefur þetta ekki verið svo galið skilyrði hjá húsmóðurinni að hafa þetta svona þó að ég hrylli mig við tilhugsunina um rjómaflotið á mjólkinni
Gular baunir, sveppir og allskonar þannig meðlæti man ég ekki eftir að hafa borðað fyrr en eftir 10 ára aldur - það hefur líklega verið komið fyrr en ég var svo fjandi matvönd lengi framan af þó að það hafi nú ræst úr því. Epli og appelsínur voru helst á borðum á jólunum, enda var siður á mínu heimili að hafa þessa ávexti og síðar mandarínur alltaf í skál á borðinu svo það væri flestum sem aðgengilegast.
Gosdrykkir og sælgæti voru til en í minna úrvali og pakkningum. Þá var gosið í litlum glerflöskum og þótti fínt að fá endrum og sinnum. Var meira til hátíðabrigða. Malt, Appelsín, Spur, Sinalco og Kók. Krakkar voru ekki með peninga fyrir nammi á hverjum degi eins og algengara er í dag og því ekki með mikið í vasanum fyrir nammi en sætindalöngunin var til staðar þá eins og nú kannski samt í minna mæli ég skal ekki segja.
Það var súper ef amma bauð uppá kandís og djöflatertu. Nokkuð sem hún naut þess nú stundum að traktera okkur á. Það var svona helsta og aðgengilegasta nammidæmið hjá okkur krökkunum. En auðvitað kíktum við stundum í sjoppuna til hennar Settu sem bjó í Friðþjófshúsinu og vorum einstöku sinnum heppin. Krakkar sem ég kannast við söfnuðu í jólasjóð fyrir hver jól. Það var forláta glerkrukka sem var safnað í og hver átti sinn sjóð. Skondnasta fall fyrir nammidraugnum sem ég man eftir var þegar ónefndur aðili fór með jólasjóðskrukkuna í Ásmundabúðina til Laufeyjar og verslaði sér svart og grænt kattartyggjó fyrir innihaldið. Þá var nú veisla
Nú er ég komin á flug í æskuminningaupprifjun. Eitthvað sem ég ætlaði nú ekki kannski alveg að hafa mjög langt. En það er allavega áhugavert að bera saman fortíð og nútíð þegar kemur að neysluvenjum okkar. Sjá hvað markaðurinn er í raun kominn inn að beini hjá manni ef ég get orðað það svo.
Heilbrigð skynsemi í mati á þörf og nauðsyn með tilliti til heilbrigðra lífshátta er eitthvað sem hver og einn skoðar fyrir sig og sína. Reglu og hófsemi eru orð sem virka en þarf oft aga til að tileinka sér. Passa sig kannski aðeins að gleypa ekki allan heimin í orðsins fyllstu
1,4 kíló af sælgæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heil og sæl Anna mín, að venju var pistillinn þinn frábær, gaman að minningunni um jólasjóðskrukkuna - þekki hana vel og ég hef oft sagt krökkum frá minni krukku og andlitin á ungunum vera kringlótt af undrun og spurt hvort það hafi ekki verið til sparibaukur!!! og hvort ég hafi ekki farið með peninginn í bankann.............nú eða keypt dót eða nammi!!!! hehehe, gaman að þessu ásamt matarhugleiðingunum.
Bestu kveðjur og góða helgi.
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.