Skemmtilegar fréttir
15.9.2008 | 22:43
Mér finnst gaman að sjá svona fréttir eins og þá sem birtist í dag á www.bb.is og sagði frá að gráhegri hefði sést við Dýrafjarðarbrúna á dögunum. Eins og segir í fréttinni þá er alltaf eitthvað um að Gráhegrar hafi hér vetursetu en hann er útbreiddur varpfugl í Evrópu.
Þessi fallega mynd er fengin af vefnum www.fuglar.is ljósmyndari er Ómar Runólfsson.
Jaðrakan er annar fallegur fugl sem sést oft hér á Vestfjörðum og eitthvað hefur verið um að þeir hafi verið merktir og bb.is hefur birt fréttir af ferðum þeirra. Hér er t.d ein fréttfrá árinu 2006 sem segir af unga sem merktur var í Bolungarvík en sást svo á ferð í Afríku. Eins segir af ferðum Jaðrakansins Stínu sem sást við Holt í Önundarfirði og svo aftur á Írlandi. Já svona fréttir eru skemmtileg blanda í fréttaflóruna.
Þessi, ekki síður fallega mynd er sömuleiðis fengin af www.fuglar.is ljósmyndari er Þorgils Sigurðsson, ég hvet áhugasama til að skoða þann vef en þar eru ýmsar upplýsingar og mjög svo fallegar myndir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.