Alveg ROYAL
14.9.2008 | 14:47
Ég var að skoða uppskriftasafnið hennar móður minnar á dögunum og þar með uppskriftaskúffuna. Í skúffunni er handskrifuð uppskriftabók sem er er skrifuð þegar eigandinn var á Húsmæðraskólanum á Laugum í Þingeyjarsýslu hér í denn. Í uppskriftaskúffunni kennir margra grasa umfram bókina góðu. Sniðugir pésar og laus blöð. Þarna er t.a.m. bæklingur sem eftir útlitinu að dæma hefur verið gefinn út þegar Royal vörurnar voru að koma á markað hér og þá örugglega lyftiduftið því að það er tiltekið að Royal lyftiduft skuli notað í hverja uppskrift. Þessi bæklingur er farinn að láta á sjá af mikilli notkun en mun verða færður í varanlegra horf við fyrsta tækifæri. Eðalfínar uppskriftir þarna að finna. Ég rakst á uppskrift af skonsum sem hafa oft verið bakaðar í gegnum tíðina og eins og allir vita eru volgar skonsur með osti bara sælgæti. Skonsurnar má svo auðvitað borða með hvaða áleggi sem er og nota þær í brauðtertur, þá 3 kökur í hverja tertu. En hér kemur uppskriftin góða - ROYAL skonsur:
250 gr. hveiti
4,5 tsk ROYAL lyftiduft
1 tsk (sléttfull) salt
2 msk (sléttfullar) sykur
40 gr. smjörlíki
2,5 dl. mjólk
2 stk egg.
Blandið þurrefnunum saman þá eggjum og bræddu smjörlíkinu. Þynnið með mjólkinni og bakið við MJÖG VÆGAN hita á pönnukökupönnu. ( Passið að hræra ekki lengi þá verða kökurnar seigar).
Mér finnst þægilegt að hvolfa þessu svo yfir á aðra pönnu og klára baksturinn þannig. Þetta eru svona 3-4 kökur þessi uppskrift en ég var að baka hana tvöfalda og það voru 8 kökur.
Athugasemdir
Anna mín - ég verð bara glorhungruð eftir þessa matarpistla....úff. Svartfuglinn er herramannsmatur - langt síðan ég hef bragðað hann. Skonsurnar eru ljúffengar en þýðir ekki að bjóða mínu heimilisfólki þær.....þvílíkir gikkir.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 15:47
Takk fyrir helgina:) og skonsurnar alveg nammi namm:=) allt svo gott sem þú gerir.. alveg eðal:P
heyrumst
kv.
Þórunn (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:53
Af því að ég hef titilinn á blogginu "Allt og ekkert" þá eru svona uppskriftir fínar í blandið Já það er misjafn smekkurinn Sólveig mín, ekki spurning, bestu kveðjur sömuleiðis
Takk sömuleiðis Þórunn mín
Anna, 14.9.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.